Ásdís María er heimsborgari í heimagalla

Ásdís María Viðarsdóttir tónlistarkona er löt A-manneskja en þó með …
Ásdís María Viðarsdóttir tónlistarkona er löt A-manneskja en þó með góða rútínu. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir fer aldrei öfugum megin fram úr rúminu enda er rúmið hennar uppi við vegg. Hún lítur alltaf út eins og stjarna þegar hún kemur fram en dagsdaglega kemst hún upp með að mála sig í Uber og ganga í heimagallanum.

Ertu A- eða B-týpa?

„Ég held að ég sé löt A-manneskja af því að ég er ekki svona týpa sem vaknar 6:30 og fer út að skokka en ég get verið mjög dugleg þegar áhuginn er til staðar. Ég er samt alltaf sein en samt alltaf að drífa mig svo ég er kannski meira með rútínu B-týpu en ákafa karakter A-manneskjunnar.“

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Þar sem ég er oftast sein þangað sem ég er að fara er ég ansi hrædd um að morgunmaturinn fái mest að finna fyrir því. En ég á alltaf alls konar ber heima svo ég geti fengið mér handfylli og hlaupið út. Þegar ég hef tíma þá skelli ég þeim í skál með möndlujógurt og einhverju djúsí múslí.“

Hvernig væri draumamorgunninn ef þú gætir vaknað hvar sem er í heiminum?

„Ég væri til i að vakna í Love Island-villunni sem er núna í Suður-Afríku. Fara út á svalir í „slúðursession“ með stelpunum og svo kemur eitthvert „bombshell“ með ískaffi handa mér áður en ég sting mér til sunds í volgum sjónum.“

Ertu með einhverja húðrútínu á morgnana?

„Ef ég vakna með hreina húð þá hendi ég köldu vatni framan í mig og svo rakakremi og sólarvörn. Ef ég mála mig þá er það oftast í Uber á leiðinni upp í stúdíó en ég er búin að fullkomna aðferðina við að mála mig á fimm mínútum á ferð með engan spegil.“

Væflast þú um í heimagallanum langt eftir morgni eða ferðu strax í fín föt?

„Heimagallinn að eilífu. Ég hef lengi komist upp með að líta út eins ég hafi gefist upp sex daga vikunnar en eins og algjör stjarna á þeim sjöunda.“

Ásdís María er mjög oft í heimagallanum.
Ásdís María er mjög oft í heimagallanum.

Velur þú fötin áður en þú ferð að sofa eða fer það eftir skapinu þann daginn hvernig þú klæðir þig?

„Fer eftir skapi, veðri og hvað er hreint.“

Ferðu stundum öfugum megin fram úr rúminu?

„Nei, önnur hliðin er upp við vegg svo það er mjög auðvelt fyrir mig að byrja daginn rétt!“

Getur þú vaknað og byrjað að vinna í tónlist strax á morgnana?

„Ég vakna með tónlist í eyrunum en hvort ég get strax farið að vinna er ég ekki alveg viss um. En samt – um leið og ég fæ hugmynd, þá er ég farin að vinna, þannig að jú, ég held það. Það er samt meira þannig að ég vakna og fer beint í símann að svara póstum og skilaboðum sem hafa borist frá þeim sem ég vinn með sem búa i öðru tímabelti. Eins og algjör heimsborgari.“

Hvaða verkefni ertu að fást við núna?

„Akkúrat núna er ég í London að skrifa lög fyrir sjálfa mig sem ég geri eiginlega aldrei. Það eru mjög spennandi tímar fram undan. Ég var að gefa út nýtt lag að koma út sem heitir Gravity og það er rosalegt. Ég var að gefa það út með hljómsveit sem heitir TwoColours.“

Ásdís María býr í Berlín og vinnur að tónlist út …
Ásdís María býr í Berlín og vinnur að tónlist út um allan heim.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál