Hildur Sif frumsýndi nýja kærastann

Hildur Sif Hauksdóttir og Páll Orri Pálsson eru nýtt par.
Hildur Sif Hauksdóttir og Páll Orri Pálsson eru nýtt par. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Hildur Sif Hauksdóttir frumsýndi nýja kærastann á Instagram-síðu sinni með fallegri afmæliskveðju. Sá heppni heitir Páll Orri Pálsson og er útvarpsmaður. 

Hildur Sif birti fallega mynd af parinu í afmæliskveðju sem hún sendi Páli Orra á Instagram í gær. Sex ára aldursmunur er á parinu, en Hildur Sif er fædd árið 1993 á meðan Páll Orri er fæddur 1999. 

Hildur Sif starfar sem sérfræðingur hjá fjártæknifyrirtækinu SaltPay, en hún flutti nýverið heim til Íslands eftir að hafa verið búsett í Lundúnum í tvö ár. Hún var í hópi fjögurra Íslendinga sem ráðnir voru til starfa á skrifstofu fyrirtækisins í Lundúnum, en fyrir það hafði hún starfað hjá SaltPay í eitt og hálft ár. 

Þá er Hildur Sif einnig hluti af vinkonuhópnum LXS sem hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og í samnefndum raunveruleikaþáttum, en Hildur Sif hefur þó ekki verið hluti af þáttunum hingað til. 

Páll Orri er lögfræðingur að mennt, en hann útskrifaðist með meistaragráðu frá Háskólanum í Reykjavík haustið 2023. Hann starfar sem verðbréfamiðlari hjá Íslandsbanka og í útvarpsþættinum Veislan á FM957.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál