Stærsti sigurinn að hætta að drekka

Bergrún Íris Sævarsdóttir er búin að vera edrú í eitt …
Bergrún Íris Sævarsdóttir er búin að vera edrú í eitt ár. Þessi ljósmynd var tekin þegar hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur og myndhöfundur fagnar því í dag að vera búin að lifa án áfengis í eitt ár. Hún segir að margt hafi breyst við það að hætta að drekka. Hún segir að stærsti sigur lífsins hafi verið að hætta að drekka og er hún þá að vísa í virt bókmenntaverðlaun sem hún hefur hlotið í gegnum tíðina. 

„Ég er eins árs í dag! Að baki er heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar. Tólf mánuðir þar sem ég leyfði mér að fara alla leið niður en fékk líka að komast alla leið upp. Það er ekki auðvelt að fara í fyrsta sinn í gegnum tilfinningar án þess að styðjast við hækju í vökvaformi,“ segir Bergrún Íris í færslu á félagsmiðlinum Facebook.

Við það að hætta að drekka urðu margar breytingar á lífi hennar.

„Ég tíndi upp úr öllum skúffum minningar og áföll, sorteraði og fór í gegnum það sem ég hef burðast með, valdi hverju skyldi halda og hverju sleppa takinu af. Ég hef unnið alls kyns verðlaun í gegnum árin en það að hætta að drekka og lifa í bata er stærsti sigurinn og það sem ég er hvað stoltust af. Verkefninu er ekki lokið, ég tekst á við einn dag í einu og þigg þá hjálp sem er í boði. Alkahólismi er miklu flóknari sjúkdómur en svo að kona leggi bara frá sér glasið, en það er ómetanlegt að vita að enginn þarf að standa í þessu einn með sjálfum sér.“

Hún segir að edrúsamfélagið sé stórt og fullt af stuðningi, kærleik og visku. 

„Ef einhver er forvitin/nn/ð og vill byrja að kynna sér áfengislausan lífsstíl þá eru til alls kyns góðar bækur og hlaðvörp, öpp og fleira, en fyrir mig virkaði best að tala við fólk sem hefur upplifað það sama og ég. Þannig gat ég tekið fyrsta skrefið, og svo það næsta og þarnæsta. Ferðalagið snýst minnst um áfengi, og mest um djúpa sjálfsvinnu og það að læra að elska sjálfa mig, allsgáð, með öllum mínum eiginleikum. Skrefin hafa ekki alltaf verið auðveld, en þau eru stór og í rétta átt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál