Rakel María frumsýndi nýja kærastann

Rakel María Hjaltadóttir og Guðmundur Lúther Hallgrímsson eru nýtt par.
Rakel María Hjaltadóttir og Guðmundur Lúther Hallgrímsson eru nýtt par. Skjáskot/Instagram

Förðunarfræðingurinn og þjálfarinn Rakel María Hjaltadóttir er komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Guðmundur Lúther Hallgrímsson og starfar sem stafrænn markaðsstjóri hjá Bláa Lóninu. 

Rakel María og Guðmundur hafa verið á töfrandi ferðalagi um Grikkland og Albaníu að undanförnu og deildi Rakel María fyrstu myndunum af þeim saman á Instagram-síðu sinni í gær. 

„Draumafrí með þessum drauma gæja. Takk fyrir okkur Grikkland og Albanía! Við förum þokkalega vel fóðruð af D vítamíni inn í næstu veislu.. íslenska sumarið,“ skrifaði Rakel við myndirnar.

Smartland óskar Rakeli Maríu og Guðmundi innilega til hamingju með ástina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál