Myndlistarkona afhjúpar jólaglugga

Fyrsta sýnishorn af jólaglugganum í Kronkron.
Fyrsta sýnishorn af jólaglugganum í Kronkron.

Í dag verður jólaandinn svífandi í Kronkron á Laugavegi þegar jólin verða hringd inn. Jólaglugginn verður afhjúpaður en að þessu sinni er það myndlistarkonan Helga Sif Guðmundsdóttir sem á heiðurinn af honum. Helga Sif útskrifaðist af myndlistarbraut frá Listaháskóla Íslands árið 2005. Árið 2009 lauk hún MFA-prófi í myndlist frá Konstfack í Stokkhólmi.

Helga Sif hefur kannað tengsl  myndlistar, tónlistar og arkitektúrs í verkum sínum og vinnur aðallega með innsetningar, hljóðverk og ljósmyndir. Hún hefur mikið næmi fyrir efniskennd og áferð.  Hún leyfir efninu að njóta sín.  Verk hennar búa yfir kvenlegum eiginleika. Þau eru tær, viðkvæm og sterk á sama tíma.

„Fyrir ári síðan skapaði Hildur Yeoman lítið jólaævintýri í glugga verslunarinnar og það tókst afar vel og við vildum því gera þetta aftur og skapa litla hefð úr þessu. Við erum afar stolt af því að hafa fengið Helgu Sif til liðs við okkur,“ segir Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, verslunarstjóri Kronkron.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál