Skegg eða ekki skegg?

Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Ljósmynd/Gunnar Örn Magnússon
<div> <div>Eyþór Ingi Gunnlaugsson er ennþá að spá í hvort hann eigi að vera með skegg eða ekki í kvöld þegar hann syngur í Júróvisjón.</div> <div><strong>Hugsar þú mikið um heilsuna?</strong><span><span> Já, ég reyni að hugsa um heilsuna en mætti vera miklu duglegri, freistingarnar eru oft skammt undan og ég er mikill nautnaseggur og sælkeri. Núna er komið að því að fara að taka sig í gegn aftur. Gerði það fyrir Vesalingana í fyrra og það gekk mjög vel. </span></span></div> <div><strong> </strong></div> <div><strong>Hvað gerir þú til að láta þér líða betur? </strong><span><span>Nýt þess að eyða stund með konu og börnum, það er ekkert sem jafnast á við það. Svo er tónlistin alltaf skammt undan, það er svo sannarlega allra meina bót. Reyndar á ég tvær plötur sem ég set á fóninn við sérstök tækifæri, til dæmis ef ég er eitthvað niðurdreginn eða eitthvað þá er rosalega gott meðal að skella Kid A með Radiohead eða Grace með Jeff Buckley á fóninn. </span></span></div> <div><strong> </strong></div> <div><span><span><strong>Spáir þú mikið í útlitið?</strong> Já, ég get ekki neitað því að auðvitað spáir maður svolítið í útlitið, en ég held að ég haldi því bara í smekklegu hófi. Reyndar hef ég voða gaman af flottum frökkum og jökkum sem hjálpa mér kannski að lúkka minna skepnulega.</span></span></div> <div><strong><br/> </strong></div> <div><strong>Hvað gerir þú til að líta betur út? </strong>É<span><span>g hef gaman af því að spá í fataval þegar ég syng á tónleikum og svoleiðis. Ég er mikið fyrir jakka, skyrtu og frakka og sérlegur áhugamaður um bítlaskó - svona þú veist með hæl og fíneríi.</span></span></div> <div><strong><br/></strong></div> <div><span><span><strong>Ertu búinn að vera að safna hári lengi?</strong> Ég byrjaði að safna hári 2006 þegar ég lék Jesú í fyrsta skipti í Jesus Christ Superstar í uppsetningu VMA og MA. Áður hafði ég alltaf verið með alveg knallstutt hár. Ætli ég hafi ekki bara fengið hálfgerða þráhyggju fyrir verkinu og mig dauðlangar að gera þetta aftur þannig að það er kannski hægt að kenna þessu stykki um það. Annars kann ég bara voða vel við mig með síðu lokkana og finnst það ómissandi partur af fílingnum á sviðinu í þéttu rokk-giggi. </span></span></div> <div><b><br/></b></div> <div><b>Ætlar þú ekkert að láta klippa þig fyrir Júróvisjón? </b></div> <div><span>Það kemur eiginlega bara ekki til greina. Ég hef nokkrum sinnum þurft að standa í rimmu við leikhúsin þegar ég tek þátt í sýningum. Þá þarf ég alltaf að standa með hárinu og berst fyrir því með kjafti og klóm. Ég veit ekki hvað þetta er, en held að karlmenn taki einhverju ástfóstri við hárið á sér þegar það er komið í ákveðna sídd.</span><span> Hins vegar er ég að meta það hvort ég læt skeggið fjúka. </span></div> <div><strong><br/> </strong></div> <div><span><span><strong>Hvað er í snyrtibuddunni þinni?</strong> Veit ekki hvort þetta kallast beint snyrtibudda en ég á einhvers konar  poka sem ég ferðast með sem inniheldur allt þetta klassíska; rakspíra, rakvél, tannbursta og naglaklippur. Er það ekki eitthvað? </span></span></div> <div><span><span><br/> </span></span></div> <div><span><span><strong>Hvað gerir þú þegar þú vilt hafa það reglulega huggulegt?</strong> Kveiki á Al Green og á kertum, opna rauðvín og á rómantíska stund með Soffíu. Þessi uppskrift er svo sannarlega uppskrift að notalegri kvöldstund og við hjúin gerum mikið af því að stjana við okkur eftir góða vinnuviku eða vinnudag. </span></span></div> <div><strong><br/> </strong></div> <div><span><span><strong>Í hverju ætlar þú að vera í kvöld?</strong> Ég er enn að leggja lokahönd á dressið, það verður svosem ekki frábrugðið síðasta klæðnaði. En lokaniðurstaðan verður vonandi bara smekkleg.</span></span></div> </div>
Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál