Klæddist sérsaumuðum kjól frá Andreu

Elísabet Gunnarsdóttir klæddist kjól sem Andrea Magnúsdóttir hannaði eftir hugmyndum …
Elísabet Gunnarsdóttir klæddist kjól sem Andrea Magnúsdóttir hannaði eftir hugmyndum Elísabetar. Slörið fékk hún að láni hjá Ásu Reginsdóttur. mbl.is/Árni Sæberg

Elísabet Gunnarsdóttir og Gunnar Steinn Jónsson gengu hjónaband í dag. Hún var í sérsaumuðum kjól frá Andreu. Ása Reginsdóttir lánaði henni slörið. 

Elísabet hafði ákveðnar hugmyndir um það hvernig kjól hún vildi fá. Andrea Magnúsdóttir sem rekur verslunina Andrea í Hafnarfirði mældi Elísabetu upp og hannaði kjólinn frá A-Ö. 

Gunnar Steinn var í fötum frá Suitup Reykjavík sem klæddu hann vel. 

Elísabet var í skóm frá Manolo Blahnik en þess má geta að besta vinkona okkar allra, Carrie Bradshaw í Beðmálum í borginni gekk helst ekki í öðru. 

Hér sést glitta í skóna.
Hér sést glitta í skóna. mbl.is/Árni Sæberg
Gunnar Steinn Jónsson og Elísabet Gunnarsdóttir voru glæsileg í Fríkirkjunni …
Gunnar Steinn Jónsson og Elísabet Gunnarsdóttir voru glæsileg í Fríkirkjunni í dag þegar þau gengu í hjónaband. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál