Ása hannaði kjól á eina skærustu stjörnu Breta

Ása Bríet, Kitty Hemmings, Bimini, Dem the 1st, og Ella …
Ása Bríet, Kitty Hemmings, Bimini, Dem the 1st, og Ella Lynch stílisti Bimini. Ljósmynd/Aðsend

Breska dragdrottningin Bimini Bon-Boulash klæddist kjól eftir Ásu Bríeti Brattaberg á rauða dregilinn þegar sjónvarpsverðlaun BAFTA voru veitt um helgina við hátíðlega athöfn. Ása hannaði kjólinn í samstarfi við tvö skólafélaga sína í Central Saint Martins í Lundúnum. 

Ása er að klára annað ár í BA-námi í Central Saint Martins, einum virtasta fatahönnunarskóla í heimi. „Þetta var síðasta verkefni áður en covid-skall á. Það var ótrúlega skemmtilegt að koma aftur að þessum kjól. Bimini er algjör drottning. Stílistinnn hennar, Ella Lynch, hafði samband við okkur á Instagram og hafði áhuga á að máta kjólinn og sjá hvort að hann virkaði af því hún var að leita að kjól fyrir BAFTA,“ segir Ása.

Kjóllinn passaði alls ekki á Bimini við fyrstu mátun enda upprunalega fyrirsætan töluvert minni en Bimini. Kjóllinn varð engu að síður fyrir valinu. Ása og félagar voru í heila viku að endurgera kjólinn að líkama Bimini. „Þetta var eiginlega ólýsanlega vika, að vera heima hjá Bimini sjálfri að vinna í þessu „lúkki“.“

Dragdrottningin Bimini klæddist hönnun Ásu Bríetar á rauða dreglinum.
Dragdrottningin Bimini klæddist hönnun Ásu Bríetar á rauða dreglinum. Ljósmynd/Aðsend

Var mikill aðdáandi

Ása var mikill aðdáandi Bimini áður en stílistinn hennar hafði samband. Bimini varð fræg þegar hún tók þátt í annarri þáttaröð af RuPaul's Drag Race í Bretlandi. „Ég hélt með henni alla þáttaröðina. Hún lenti í öðru sæti en eiginlega vann hjarta bresku þjóðarinnar. Hún er risastjarna hérna, allavega innan tískugeirans og það vita allir hver hún er.“

Eftir að Bimini klæddist kjólnum um helgina hafa samfélagsmiðlar Ásu farið á flug. Hún er með fjöldann allan af nýjum fylgjendum og fólki sem líkar við myndir hennar. Einnig hafa margir sent henni skilaboð og sýnt hönnun hennar áhuga. „Þetta er vonandi bara byrjunin á einhverju góðu,“ segir Ása. Hún segir skemmtilegt að sjá fötin lifna við á alvöru karakterum og langar til að halda áfram að klæða listamenn og fólk sem kemur fram á sviði. 

Dragdrottningin Bimini í kjól eftir Ásu Bríeti og skólafélaga.
Dragdrottningin Bimini í kjól eftir Ásu Bríeti og skólafélaga. Ljósmynd/Aðsend

Gott að vinna í hóp

Kjóllinn ber þess merki að hann er hannaður af þremur mismunandi hönnuðum. Útgangspunkturinn er húsmóðir á sjötta áratug síðustu aldar sem sleppir af sér beislinu og leyfir dýrinu innra með sér að leika lausum hala. Hópurinn vann með afbökun á kvenlíkamanum og er mikil áhersla lögð á mjótt mittið. 

„Mér finnst áhugavert að vinna samstarfsverkefni með öðrum hönnuðum af því að í ferlinu fær maður mun dýpri samtöl og umræður. Maður deilir svo mörgum hugmyndum á milli þannig útkoman verður svo ótrúlega áhugaverð og stærri í staðinn fyrir að vera bara einn með sínum eigin hugsunum og eiga ekki þetta samtal. Í framtíðinni sé ég klárlega fyrir mér að vinna samstarfsverkefni með öðrum og ekki endilega bara fatahönnuðum heldur einnig á milli listgreina,“ segir Ása og bætir við að fatahönnunarbransinn þurfi að sleppa tökunum á stjörnuhönnuðum. 

Skór Bimini voru stórir og áberandi. Það þurfti að endurhugsa …
Skór Bimini voru stórir og áberandi. Það þurfti að endurhugsa kjólinn með þá í huga. Ljósmynd/Aðsend

Næst á dagskrá hjá Ásu er að klára skólaverkefnin. Hún kemur svo heim í sumar til þess að vinna verkefni með Álfrún Pálmadóttur vinkonu sinni en þær fengu styrk frá Rannís til þess að vinna verkefnið Endurofið sem snýst um að endurnýta flíkur í vefnað. Í haust vonast hún til þess að komast í starfsnám til Parísar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál