Skvísulegur í ævintýralegum kjól

Billy Porter var skvísulegur á frumsýningu Cinderella.
Billy Porter var skvísulegur á frumsýningu Cinderella. AFP

Leikarinn Billy Porter sparaði ekkert til á frumsýningu kvikmyndarinnar Cinderella í vikunni. Porter klæddist svörtum og hvítum kjól með borða á bakinu. 

Vísaði Porter þar í kvikmyndina en hann fer með hlutverk álfkonunnar góðu. Tónlistarkonan Camilla Cabello þreytir það frumraun sína í hlutverki Öskubusku sjálfrar í kvikmyndinni. 

Porter var í hvítum hælaskóm með háum platform og var með fjölda hringa, armband og hálsmen í stíl. 

Porter fer með hluverk álfkonunnar góðu.
Porter fer með hluverk álfkonunnar góðu. AFP
Idina Menzel, Camilla Cabello og Billy Porter.
Idina Menzel, Camilla Cabello og Billy Porter. AFP
mbl.is