Stal senunni í hvítum kjól með kórónu

Katrín prinsessa af Wales var glæsileg með kórónu.
Katrín prinsessa af Wales var glæsileg með kórónu. AFP

Katrín prinsessa af Wales mætti í sína fyrstu opinberu veislu með kórónu sem prinsessa í vikunni. Katrín stal algjörlega senunni þegar forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, snæddi kvöldverð hjá Karli konungi í Buckingham-höll. 

Katrín klæddist hvítum síðkjól frá Jenny Packham en merkið er í miklu uppáhaldi hjá prinsessunni. Kjóllinn var sérsaumaður á Katrínu en svipaður síðkjóll með skrauti og eins ermum kostar 4.427 pund eða rúmlega 725 þúsund krónur og er fáanlegur á heimasíðu framleiðandans

Næla Katrínar.
Næla Katrínar. AFP

Það er aðeins við fínustu tilefni sem kóngafólkið setur upp kórónu. Kórónan Lover's Knot er í miklu uppáhaldi hjá Katrínu og var þetta í níunda skipti sem Katrín bar hana og auðvitað í fyrsta sinn sem prinsessa. Kórónan var einnig í miklu uppáhaldi hjá Díönu prinsessu sem bar, sem kunnugt er, titilinn prinsessa af Wales áður en Katrín tók við honum þegar Elísabet drottning lést. 

Katrín og Vilhjálmur, prinsessan og prinsinn af Wales.
Katrín og Vilhjálmur, prinsessan og prinsinn af Wales. AFP

Katrín var í fylgd eiginmanns síns, Vilhjálms Bretaprins, í boðinu. Hjónin voru þó auðvitað ekki aðalkóngafólkið á svæðinu þar sem Karl konungur og Kamilla, drottning hans, tóku á móti Ramaphosa. Heimsókn forsetans fra Suður-Afríku er fyrsta opinbera heimsóknin sem Karl fær sem konungur. 

Katrín prinsessa, Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, Karl konungur og Kamilla …
Katrín prinsessa, Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, Karl konungur og Kamilla drottning í borðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál