Katrín leit út eins og jólapakki

Vilhjálmur prins og Katrín prinsessa fóru í sitt fínasta.
Vilhjálmur prins og Katrín prinsessa fóru í sitt fínasta. AFP

Katrín prinsessa af Wales er komin í jólagírinn. Hún leit að minnsta kosti út eins og fallegur jólapakki þegar hún og breska konungfjölskyldan tóku á móti forseta Suður-Kóreu í London í vikunni. 

Katrín var í nýrri herðaslá frá Catherine Walker & Co. en það er eitt af hennar uppáhaldsmerkjum. Við fyrstu sýn virtist yfirhöfnin vera með stórri slaufu en svo er ekki.

Fallega stóra slaufan er hluti af kjólnum sem Katrín var í undir yfirhöfninni. Kjóllinn er einnig frá Catherine Walker & Co. Katrín klæddist kjólnum fyrst í kringum jólahátíðina fyrir tveimur árum. Það þarf ekki alltaf að kaupa ný föt frá toppi til táar til þess að gjörbreyta útlitinu. 

Hér sést hvernig kjóll Katrínar er með stórri slaufu.
Hér sést hvernig kjóll Katrínar er með stórri slaufu. AFP
Katrín prinsessa, Kim Keon Hee forsetafrú Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeol …
Katrín prinsessa, Kim Keon Hee forsetafrú Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeol forseti Suður-Kóreu og Vilhjálmur prins. AFP

Camilla lét lítið fyrir sér fara

Segja má að Katrín hafi stolið senunni í heimsókninni. Camilla drottning var til að mynda í dökkblárri kápu og með hatt í stíl og fór töluvert minna fyrir henni. 

Karl Bretaprins og Camilla drottning. Camilla valdi dökkblá föt.
Karl Bretaprins og Camilla drottning. Camilla valdi dökkblá föt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál