Kokkurinn á Helgu Maríu klæðist bara kjólum fram að jólum

Erla velur alltaf þægindi fram yfir stíl.
Erla velur alltaf þægindi fram yfir stíl. Samsett mynd

Erla Ásmundsdóttir er kjólaglöð ævintýrakona sem starfar um borð í ísfiskitogaranum Helgu Maríu RE-1, þar sem hún töfrar fram dýrindis kræsingar fyrir áhöfnina. Erla er mikill aðdáandi þess að klæða sig upp í fallega kjóla, en frá 25. nóvember, sem er afmælisdagur hennar, til 25. desember þá klæðist hún kjól upp á hvern einasta dag. 

„Þetta byrjaði nú meira í gríni en „Í kjólum fram að jólum,“ varð til í kringum afmælið mitt fyrir einhverjum árum síðan og er þetta hugmynd okkar systranna,“ útskýrir Erla. Hún segir þær systur hafa sett sér tvær reglur, en þær máttu aðeins klæðast hverjum kjól einu sinni út mánuðinn og urðu að klæðast flíkinni frá morgni til kvölds. 

„Ég vildi nú bara nota fötin mín, þessar flíkur sem sátu óhreyfðar í fataskápnum. Þetta var kjörin leið til að vera hagsýn og rifja upp öll þessi fyrri fatainnkaup,“ segir Erla og hlær. „Við systurnar eigum skrilljón hundruð kjóla.“

Erla elskar fallega liti.
Erla elskar fallega liti. Ljósmynd/Aðsend

Vill ekki heyra „Í kjólinn fyrir jólin“

Á þessum árstíma má sjá slatta af auglýsingum sem höfða oftast sérstaklega til kvenna og fjalla um mikilvægi þess að grenna sig fyrir hátíðarnar svo þær komist „Í kjólinn fyrir jólin.“

Erla er lítt hrifin af þessu grenningar-slagorði og ákvað þar af leiðandi að setja jákvætt „spin“ á þessa skemmtilegu jólahefð og gaf henni því slagorðið „Í kjólum fram að jólum.“ Mikilvægt þykir henni að allir beri virðingu fyrir sjálfum sér og klæðist því sem þeir vilja. „Hættum að reyna að komast í kjólinn fyrir jólin og verum bara í kjólum fram að jólum,“ segir hún. „Keyptu þér bara kjól í réttri stærð og njóttu hátíðanna,“ segir Erla í lokin. 

Erla er algjör töffari.
Erla er algjör töffari. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál