10 hlutir sem þú vilt ekki missa af á Svörtum föstudegi

Óskalisti vikunnar er virkilega spennandi!
Óskalisti vikunnar er virkilega spennandi! Samsett mynd

Hinn svokallaði Svarti föstudagur (e. Black friday) er í dag og í tilefni þess bjóða ýmsar verslanir hér á landi upp á tilboð og lengri opnunartíma. Margir nýta daginn í að versla jólagjafir á afslætti á meðan aðrir hafa beðið spenntir eftir því að næla sér loksins í eitthvað af óskalistanum á betra verði. 

Á óskalista vikunnar má því finna 10 vörur sem þú vilt ekki missa af í dag, hvort sem þú ætlar að klára jólagjafainnkaupin eða dekra við sjálfan þig. 

Hin einu sönnu!

Moon Boots-stígvélin hafa verið að ryðja sér til rúms á ný í tískuheiminum, en stígvélin komu fyrst á markað seint á sjöunda áratugnum. Stjörnur á borð við Hailey Bieber, Kylie Jenner, gigi Hadid, Heidi Klum og Dua Lipa fá ekki nóg af stígvélunum og ekki við hin heldur!

Moon Boot-kuldastígvél fást í Mathilda og kosta 32.990 kr.
Moon Boot-kuldastígvél fást í Mathilda og kosta 32.990 kr. Ljósmynd/Mathilda.is

Draumahilla fagurkerans!

Það er ekki svo vitlaust að nýta afsláttardag sem þennan í að kaupa eitthvað fallegt inn á heimilið á betra verði. Þessi fallega hilla frá Woud er stílhrein og minimalísk og passar því inn í hvaða rými sem er. 

Hilla frá Woud fæst hjá Myrk Store og kostar með …
Hilla frá Woud fæst hjá Myrk Store og kostar með 10% afslætti 61.191 kr. Ljósmynd/Myrkstore.is

Kósí og töff!

Það er sannkallaður lúxus að eiga vandaðan og flottan kósífatnað, en þessi peysa frá Anine Bing er fullkomin viðbót við fataskápinn og ætti að nýtast vel á köldum og þreyttum morgnum í vetur.

Peysa frá Anine Bing fæst í Mathildu og kostar með …
Peysa frá Anine Bing fæst í Mathildu og kostar með 20% afslætti 27.992 kr. Ljósmynd/Mathilda.is

Húfan sem þú vissir ekki að þú þyrftir!

Ef það er eitthvað sem þú þarft að eiga fyrir veturinn þá er það góð húfa. Það er algjör óþarfi að láta þér verða kalt í vetur, en þessi tryllta húfa frá Bacon Clothing mun hlýja þér jafnvel á köldustu dögunum.

Húfa frá Bacon fæst í Mathildu og kostar með 20% …
Húfa frá Bacon fæst í Mathildu og kostar með 20% afslætti 35.992 kr. Ljósmynd/Mathilda.is

Minningar á filmu!

Mörgum þykir gaman að festa dýrmætar minningar á filmu, en það er ekki verra að hafa myndirnar í góðum gæðum! Þessi myndavél frá Sony er þægileg í notkun, en það besta við hana er hversu meðfærileg og nett hún er. 

Sony A6400 myndavél fæst í Reykjavík Foto og kostar á …
Sony A6400 myndavél fæst í Reykjavík Foto og kostar á 15% afslætti 168.292 kr. Ljósmynd/Reykjavikfoto.is

Töfrandi jólastemning!

Það er tilvalið að nýta daginn í að versla fallegt jólaskraut á afslætti, enda styttist óðum í að desembermánuður gangi í garð. Margir nýta fyrstu helgina í desember í að koma heimilinu í jólalegan búning og því óhætt að segja að þetta sé hin fullkomni tími til að klára að græja jólaskrautið!

Jólastjarna fæst hjá Myrk Store og kostar með 25% afslætti …
Jólastjarna fæst hjá Myrk Store og kostar með 25% afslætti 9.743 kr. Ljósmynd/Myrkstore.is

Stílhreint og smart!

Heyrnatól eru eitt af því sem sniðugt er að nýta svartan föstudag í að kaupa, en þessi heyrnatól frá Sony eru þráðlaus, stílhrein og hrikalega smart!

Þráðlaus heyrnatól frá Sony fást í Elko og kosta með …
Þráðlaus heyrnatól frá Sony fást í Elko og kosta með 33% afslætti 7.995 kr. Ljósmynd/Elko.is

Alvöru klassík!

Það verða allir að eiga að minnsta kosti eina klassíska hvíta skyrtu í fataskápnum. Þessi skyrta frá Ralph Lauren er klassísk, tímalaus og vönduð flík sem þú munt teygja þig eftir í mörg ár.

Skyrta frá Polo Ralph Lauren fæst í Mathildu og kostar …
Skyrta frá Polo Ralph Lauren fæst í Mathildu og kostar með 20% afslætti 21.592 kr. Ljósmynd/Mathilda.is

... og svo breyttist lífið!

Hnökravélar ættu að vera til á hverju einasta heimili! Það er alltaf jafn svekkjandi þegar uppáhaldspeysan byrjar að hnökra, en með góðri hnökravél verður peysan eins og ný aftur. Svo skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir að hafa hnökravélina stílhreina og fallega eins og þessi er.

Hnökravél frá Steamery fæst hjá Verma og kostar á 20% …
Hnökravél frá Steamery fæst hjá Verma og kostar á 20% afslætti 8.400 kr. Ljósmynd/Verma.is

Ómissandi í ferðalagið!

Marshall-hátalararnir eru mikið heimilisprýði, en þennan ferðahátalara getur þú hins vegar líka tekið með þér í ferðalögin og þannig slegið tvær flugur í einu höggi!

Ferðahátalari frá Marshall fæst í Elo og kostar með 26% …
Ferðahátalari frá Marshall fæst í Elo og kostar með 26% afslætti 19.995 kr. Ljósmynd/Urbanoutfitters.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál