Mæðgurnar mættar í kynþokkafull undirföt á ný þrátt fyrir gagnrýni

Mæðgurnar eru komnar í jólagírinn.
Mæðgurnar eru komnar í jólagírinn. Samsett mynd

Ofurfyrirsætan Heidi Klum og 19 ára gömul dóttir hennar Leni Klum sátu aftur fyrir í auglýsingaherferð ítalska undirfatarisans Intimissimi á dögunum, en nú með jólaívafi. Klum-mæðgurnar klæðast rauðum og svörtum blúndu nær- og náttfatnaði í nýjustu herferð Intimissimi. Báðar hafa þær hlotið töluverða gagnrýni fyrir fyrri herferðir, en mörgum þótti myndefnið óviðeigandi og gróft, sérstaklega fyrir mæðgur.

Þrátt fyrir gagnrýnina hafa Klum-mæðgurnar haldið samstarfi sínu við undirfatarisann áfram og deildu báðar myndum úr nýjustu auglýsingaherferðinni á Instagram í gærdag. 

„O Tannenbaum, O Tannenbaum...Ég elska nýju Intimissimi-jólaherferðina okkar. Fáðu þér eitthvað fallegt fyrir hátíðirnar." 

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál