Hvernig geta 74 ára litið sem best út?

Þuríður Sigurðardóttir hefur alltaf verið pjattrófa. Sara Björk Þorsteinsdóttir farðaði …
Þuríður Sigurðardóttir hefur alltaf verið pjattrófa. Sara Björk Þorsteinsdóttir farðaði hana. Ljósmynd/Sara Björk Þorsteinsdóttir

Sara Björk Þorsteinsdóttir förðunarfræðingur og ljósmyndari farðaði Þuríði Sigurðardóttur söngkonu og myndlistarmann.

„Ég byrjaði á því að setja lúxus-rakavatn frá Shiseido á andlitið á Þuríði. Góður raki skiptir öllu máli þegar efsta lag húðarinnar er farið að þynnast. Næst setti ég Double Serum frá Clarins á húðina. Útgáfan sem ég notaði á Þuríði er ný og léttari og hentar sérstaklega fyrir viðkvæmari, olíumikla og opnari húð. Formúlan smýgur inn í húðina og styrkir hana frá grunni,“ segir Sara.

Þuríður er hér með Shiseido Vital Perfection Uplifting og Firming …
Þuríður er hér með Shiseido Vital Perfection Uplifting og Firming Express Eye maska undir augunum. Ljósmynd/Sara Björk Þorsteinsdóttir
Hér er Þuríður með maskann í kringum munninn.
Hér er Þuríður með maskann í kringum munninn. Ljósmynd/Sara Björk Þorsteinsdóttir

Þegar hún var búin að setja rakavatn og serum á andlitið á Þuríði dró hún fram retínól-augnmaskapúða frá Shiseido og leyfði þeim að vera undir augunum á meðan hún farðaði þau með nýjustu litunum.

„Retínól-púðarnir eru frábærir en þess má geta að hvert spjald inniheldur nóg af vöru sem hægt er að nýta vel. Ég færði til dæmis púðana frá augnsvæðinu yfir á broslínurnar í miðri augnförðun og nuddaði restinni yfir háls, bringu og hendur. Retínól er eitt öflugasta innihaldsefnið til að virkja og styrkja kollagenfrumurnar í húðinni, en það eru þær sem halda húðinni okkar unglegri og geislandi.“

Shiseido Revitalessence Skin Glow Foundation farðinn kemur mjög vel út …
Shiseido Revitalessence Skin Glow Foundation farðinn kemur mjög vel út en hann hreyfist með húðinni. Hyljarinn Chanel Les Beiges Le Correcteur, Guerlain Terracotta Light 003 sólarpúður, Chanel Water Fresh Blush Light Peach og Shiseido Future Solution LX Radiance sem er laust púður. Ljósmynd/Sara Björk Þorsteinsdóttir

Augnförðun

Sara tók brúnan breiðan augnblýant frá Chanel og renndi honum yfir allt augnlokið og blandaði honum á augnlokið með stórum blöndunarbursta.

„Með því að nota blýant fyrst tryggi ég að förðunin endist betur. Í glóbuslínuna svokölluðu setti ég smá sólarpúður með sama blöndunarbursta til þess að ná fram hlýjum brúnum tón. Það er ótrúlegt hvað svona smáatriði getur gert mikið fyrir heildarmyndina. Sólarpúðrið fer að sjálfsögðu í kinnarnar á eftir og þar kemur skemmtileg tenging milli augna og andlits. Næst setti ég svartan augnblýant alveg við augnháralínuna og innan í efri vatnslínu.

Með árunum geta augun orðið þrútnari og með því að setja dökkan lit í efri vatnslínuna kemur fólk í veg fyrir að það sjáist í hvítu vatnslínuna milli auga og augnhára. Með þessu er hægt að framkalla meiri dýpt og gera augun meira eins og möndlur í laginu. Augnaráðið verður meira seiðandi í kjölfarið,“ segir Sara.

Augnskuggapalletta frá Chanel, tveir maskarar frá Guerlain, einn svartur og …
Augnskuggapalletta frá Chanel, tveir maskarar frá Guerlain, einn svartur og hinn brúnn og augnskuggablýantar. Ljósmynd/Sara Björk Þorsteinsdóttir

Hún notaði augnskuggapallettu sem kemur úr hátíðarlínu Chanel.

„Ég byrjaði að dúmpa glitrandi svarta augnskugganum yfir svarta blýantinn og örlítið upp í ytri krók. Ég miða við neðri vatnslínu og áttina upp að augabrún. Það gerir mikið fyrir augnsvipinn að draga augnförðunina aðeins út og upp. Næst setti ég miðjulitinn yfir augnlokið sem er fallega ólífugylltur og passar einstaklega vel við bæði gyllt og silfurskart. Það þurfa allir að eiga einn ljósan mattan augnskugga til þess að setja undir augabrún og í innri augnkrók þegar sanseraðir tónar eru notaðir yfir augnlokið. Mér finnst gaman að leika mér með matta og sanseraða tóna sitt á hvorum stöðunum,“ segir Sara.

Þuríður var förðuð með augnskuggapallettunni sem tilheyrir hátíðalínu Chanel.
Þuríður var förðuð með augnskuggapallettunni sem tilheyrir hátíðalínu Chanel. Ljósmynd/Sara Björk Þorsteinsdóttir

Sara notaði tvo liti af maskara. Hún setti svartan maskara á efri augnhárin en brúnan á þau neðri.

„Það lyftir augunum og setur áherslu á efra augnlokið að mínu mati.“

Á þessu stigi förðunarinnar tók Sara retínól-púðana af og nuddaði restinni vel inn í andlitið.

„Ég bar Nutri Lumiere Revive-kremið frá Clarins yfir andlitið. Með árunum minnkar litarefni húðarinnar svo húðin getur virst litlausari, þessi fjólubláa formúla lýsir upp húðina gefur henni svo mikið líf, á sama tíma og hún nærir húðina dásamlega undir farðanum,“ segir Sara. Hún setti Shiseido Eye and Lip Contour Regenerating Cream á milli augabrúna og kringum varir og nef.

Shiseido LipLiner InkDuo Beige blýantur, Chanel Rouge Coco Flash 174 …
Shiseido LipLiner InkDuo Beige blýantur, Chanel Rouge Coco Flash 174 og Chanel Rouge Coco Gloss 166 Physical komu við sögu þegar varirnar voru málaðar. Ljósmynd/Sara Björk Þorsteinsdóttir

„Þessi undravara virkar eins og bótox því hún fyllir vel upp í fínar línur, djúpar húðholur og meira að segja litaleiðréttir dökka bletti og það sést árangur á aðeins einni viku.“

Sara notaði Revitalessence Skin Glow farðann frá Shiseido á andlitið á Þuríði.

„Þessi farði er svo dásamlega léttur, eins og serum, en gefur fallega jafna þekju. Það sem er merkilegt við hann er að hann er hannaður til þess að hreyfast með húðinni svo að hann sest ekki í fínar línur eða húðholur. Ég bar hyljara á þau svæði sem mér fannst vanta aðeins meiri þekju í blálokin. Þannig nær fólk að leiðrétta allt sem fallið hefur af augnskugganum eða aðrar misfellur í húðinni þegar allur annar grunnur er kominn á. Með því að lýsa undir spíssinn á eyeliner eða augnförðun gefurðu augnsvæðinu fullkomna lyftingu.“

Naglalakk frá Chanel setti punktinn yfir i-ið.
Naglalakk frá Chanel setti punktinn yfir i-ið. Ljósmynd/Sara Björk Þorsteinsdóttir

Sara setti örlítið af lausu púðri yfir T-svæðið. Hún segir að þessi formúla virki eins og filter því hún minnkar húðholur og glans á húðinni.

„Við héldum okkur við brúna tóna bæði á kinnar og varir en Terracotta Light-sólarpúðrið frá Guerlain framkallar ótrúlega fallegan ljóma á kinnbeinin og samanstendur þessi formúla af sólarpúðri, ljómapúðri og kinnalit. Til þess að fá smá berjalit í kinnarnar notaði ég Chanel Water-Fresh Blush sem er æðislegur til þess að gefa kinnunum smá lit. Ég vil ítreka að kinnalitur á heima ofan á kinnbeinunum og örlítið framan á nefinu. Það framkallar svo heilbrigða og frísklega útkomu.“

Sara greiddi augabrúnirnar með Brow Lift Lamination Gel frá Gosh og fyllti hárstrokur inn í með Ultra Thin Brow Pencil í grábrúnum lit í sem passar vel við dekksta hluta hársins.

„Á varirnar setti ég varablýant frá Shiseido sem samanstendur af blýanti og vara-primer, en ég ber hann á varirnar og örlítið út fyrir varalínuna til þess að tryggja að varaliturinn smitist ekki eða blæði út fyrir. Næst valdi ég fallegan nude varalit og ferskjulitaðan gloss frá Chanel. Þessi þrenna er fullkomin fyrir hvaða tilefni sem er og framkallar ekta fallegar og náttúrulegar varir. Síðasta skrefið er samt sem áður svo gríðarlega mikilvægt því það bræðir saman púðuráferðir og fljótandi formúlur og blandar förðuninni saman á svo einstaklega fallegan og náttúrulegan hátt. Rakaspreyið frá Elizabeth Arden er fullkomin vara fyrir kuldann en það tryggir átta klukkustunda raka í húðinni og gerir það að verkum að förðunin helst jöfn og falleg allan daginn.“

Að lokum naglalakkaði Sara Þuríði til þess að fullkomna heildarmyndina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál