Bótox-sprautur bæta ekki sálarháska fólks

„Við húðlæknar sjáum ansi mikið af fólki með lélega líkamsímynd og það er kannski að reyna að fylla upp í einhverjar holur eða einhverja vanlíðan og heldur að það að koma í bótox eða einhverjar húðmeðferðir muni bara redda málunum,“ segir Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, en hún var gestur ásamt Katrínu Mjöll Halldórsdóttur, barnasálfræðingi á Kvíðameðferðarstöðinni, í Dagmálum á dögunum.

Vinsældir húð- og fegrunarmeðferða á borð við bótox og fylliefni hafa farið ört vaxandi undanfarin ár. Á sama tíma eru fegrunaraðgerðir afar umdeildar í samfélaginu.

Reynslan spottar rauð flögg

Flestir sem kjósa að fara í slíkar meðferðir gera það þó til að bæta eigin lífsgæði og láta til skarar skríða að vel ígrunduðu máli þar sem upplýst ákvörðun er tekin samhliða kostum og göllum. Samkvæmt Rögnu Hlín eru samt til dæmi um að fólk leiti einungis í fegrunaraðgerðir með væntingar um að þær hylji andlega vanlíðan. 

„Eftir margra ára reynslu þá erum við held ég orðin nokkuð góð í því að spotta svona rauð flögg. Þá reynir maður að draga úr öllu af því við vitum alveg að sama hvað hann gerir að viðkomandi verður aldrei ánægður, það tekur bara eitthvað annað við,“ segir Ragna Hlín sem hikar ekki við að beina skjólstæðingum með brotna sjálfsmynd og neikvæða líkamsímynd á aðrar brautir. Bótox eða varafyllingar komi ekki til með að fylla upp í djúpstæð sálarmein.   

„Okkar hlutverk er náttúrulega að segja nei líka. Okkar menntun snýst um það að hafa hag sjúklingsins fyrir brjósti.“

Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál