Neitar því að hafa farið í fegrunaraðgerðir

Jennifer Lawrence er ekki búin að fara í augnaðgerð. Hún …
Jennifer Lawrence er ekki búin að fara í augnaðgerð. Hún er með farða. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence segir marga halda að hún hafi farið í fegrunaraðgerðir. Svo er hins vegar ekki. Hún greinir frá ástæðu þess að útlit hennar hefur breyst í viðtali sem hún tók við Kylie Jenner fyrir tímaritið Interview

Raunveruleikastjarnan Jenner rekur í dag eigið snyrtivörumerki. Hennar einkennismerki eru stórar varir og notaði hún meðal annars snyrtivörur til þess að ná fram útlitinu. Lawrence segir heillandi hvernig snyrtivörur geta breytt útliti fólks.

Óskarsverðlaunaleikkonan  kallar förðunarfræðinginn sinn lýtalækni. „Af því að á þeim mánuðum sem ég hef unnið með honum eru allir sannfærðir um að ég hafi farið í augnaðgerð,“ segir Lawrence. „Ég fór ekki í augnaðgerð. Ég er með förðun,“ segist Lawrence segja við fólk. 

Jennifer Lawrence er búin að vera í sviðsljósinu síðan hún …
Jennifer Lawrence er búin að vera í sviðsljósinu síðan hún var 19 ára. Hún lítur ekki eins út. AFP

Jenner hins vegar viðurkennir að hafa farið í fegrunaraðgerðir, þar á meðal látið fylla í varirnar. Gömlum myndum er oft stillt við hlið nýrra mynd af henni og Lawrence hefur sömu sögu að segja. 

„Ég er að glíma við það saman. Ég byrjaði 19 ára svo fyrir og eftir myndirnar eru þegar ég var 19 og 30. Ég er bara: „Ég þroskaðist. Meðgönguþyngdin fór af andlitinu og andlitið á mér hefur breyst með aldrinum.“ Fólk heldur að ég hafi farið í nefaðgerð. Ég hef verið með sama nefið allan tímann. Kinnarnar á mér minnkuðu. Takk fyrir að minnast á það,“ segir Lawrence. 

Jennifer Lawrence í október.
Jennifer Lawrence í október. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál