„Ég mun aldrei skilja Crocs, því miður“

Agnes er ófeimin við að klæðast björtum litum.
Agnes er ófeimin við að klæðast björtum litum. Samsett mynd

Agnes Orradóttir hefur sett mark sitt á tískuheiminn með vinnu sinni hjá íslensku fataversluninni Galleri 17, en verslunin er leiðandi þegar kemur að nýjustu tísku og straumum. Í starfi hennar sem rekstrar- og verslunarstjóri fær hún meðal annars tækifæri til að ferðast erlendis á tískuvikuna í Kaupmannahöfn, en það eru sannkallaðir hátíðisdagar fyrir áhugamanneskju um tísku og ferðalög. 

Agnes hefur skemmtilegan og persónulegan fatastíl, leikur sér með liti regnbogans og er einnig óhrædd við að klæða sig út fyrir boxið að eigin sögn. Hún er jákvæð, hress, vingjarnleg og hlý og tjáir sig óspart með tískunni. 

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Minn fatastíll er fjölbreyttur og frekar fljótandi, hann er ekki fastmótaður og fer mjög mikið eftir skapinu sem ég er í hverju sinni. Ég reyni að klæða mig aðeins út fyrir boxið og þarf ekki að falla alveg í hópinn. Ég er ekki mikið fyrir mynstur, heldur nýt ég mín í lágstemmdum og stílhreinum fötum sem ég poppa upp með einni „crazy“ flík. 

Agnes veit fátt skemmtilegra en að ferðast.
Agnes veit fátt skemmtilegra en að ferðast. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig klæðir þú þig dagsdagslega?

„Ég er algjört kósýdýr og í allan vetur hef ég elskað að klæðast kósýgöllum frá Rotate sem ég keypti í GK Reykjavík og UGG skóm frá GS. Annars er ég oftast í Hoys-buxunum frá Samsøe Samsøe sem fást hjá okkur í Galleri 17, þykkri ullarpeysu og strigaskóm við.

Hvernig klæðir þú þig þegar þú ert að fara eitthvað fínt?

Há stígvél, pils og litrík yfirhöfn eru mitt „go to“. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma skartinu og töskunni.“

Há stígvél, pils og skemmtilegur jakki er það sem Agnes …
Há stígvél, pils og skemmtilegur jakki er það sem Agnes klæðir sig í fyrir kvöld í bænum. Ljósmynd/Aðsend

Ertu litrík þegar kemur að fatavali?

„Algerlega! Einn skær og flottur litur er alveg málið. Yfirleitt klæðist ég svörtu sem ég poppa upp með einni litríkri flík.“

Áttu þér uppáhalds lit?

„Uppáhalds liturinn minn er appelsínugulur. Ég hugsa að það hafi komið til vegna þess að liturinn var í uppáhaldi hjá Leifi bróður mínum, en ég lít mikið upp til hans þegar kemur að tísku, list og hönnun. Það er alltaf gott að leita til hans og fá álit þar sem hann kemur alltaf með hreinskilið svar og hjálpleg ráð.“

Appelsínuguli pelsinn fylgir Agnesi flestallt.
Appelsínuguli pelsinn fylgir Agnesi flestallt. Ljósmynd/Aðsend

Tókstu þátt í Barbie-bleika sumaræðinu?

„Nei, því miður og ég sé mikið eftir því. Þetta var virkilega skemmtilegur og litríkur tími. Það var gaman að sjá fólk klæða sig upp sem Barbie og Ken. Gínurnar í Galleri 17 tóku þátt í bleika æðinu og ég var sú sem klæddi þær, ef það telst með.“ 

Hefur fatastíllinn breyst eftir að þú fórst að starfa í tískuheiminum, hvernig þá?

„Já, hundrað prósent! Ég tek fleiri áhættur en áður. Ég hef alltaf haft mjög gaman af fötum en var feimin að prófa ólíka og öðruvísi stíla, en um leið og ég byrjaði í Galleri 17 þá komst ég aðeins meira út fyrir boxið. Það hjálpar líka að vera umkringd fólki sem hefur svipaðan áhuga á tísku og fer sjálft út fyrir normið.“

Agnes hefur einnig prófa sig áfram í fyrirsætustörfum.
Agnes hefur einnig prófa sig áfram í fyrirsætustörfum. Ljósmynd/Aðsend

Fyrir hverju fellur þú oftast? 

„Ég fell fyrir hælum. Hælaskór sem ég nota einu sinni eða aldrei, það er nokkuð dæmigert.“

Bestu fatakaupin?

„Í vetur keypti ég mér skær appelsínugulan pels. Besti vinur minn keypti sér alveg eins, nema skærgulan, svo við gætum passað saman.“

Vinir í litríkum pelsum eru vinir að eilífu.
Vinir í litríkum pelsum eru vinir að eilífu. Ljósmynd/Aðsend

Verstu fatakaupin?

„Úff, þau eru nokkur. Ég hugsa að bleikir Steve Madden skór, sem ég kolféll fyrir í New York-borg, toppi mögulega listann. Skórnir voru of litlir á mig en ég neitaði að samþykkja það og keypti þá. Svo held ég að appelsínugulur kósýgalli úr Zöru falli einnig í þennan flokk en hann nýtist í dag sem málningargalli.“

Hvað er algjört „fashion no/no“ að þínu mati?

„Það eru „skinny jeans“ og Crocs-skór, ég mun aldrei skilja Crocs, því miður.“

Hvaða tískutrend vilt þú sjá koma sterk inn á árinu?

„Ég er sjúklega spennt fyrir hlébarðamynstri og ég er að sjá það koma sterkt inn á Instagram. Það gerir mig mjög glaða. Svo eru pelsar að koma sterkt inn, það er geggjað að geta farið í pelsa yfir venjulegri klæðnað.“

Áttu þér uppáhalds merki/búðir til að versla í?

„Oval Square sem er nýlegt merki og fæst í Galleri 17. Ég er nýbúin að kaupa mér leðurjakka frá þeim í fullkomna brúna litnum þeirra. Ég er alltaf svo hrifin af danska merkinu Samsøe Samøe, mjög vandaðar og tímalausar vörur.“

Oval Square leðurjakkinn.
Oval Square leðurjakkinn. Ljósmynd/Aðsend

Ertu mikið fyrir fylgihluti, ef svo, af hverju?

„Ef ég gleymi að setja í mig eyrnalokka fyrir vinnu, þá hleyp ég yfir í næstu verslun og kaupi mér nýja, ef ekki, þá líður mér hreinlega illa restina af deginum. Ég strengdi áramótaheit sem var að fá mér annað gat í eyrað, mér er ekkert alltof vel við nálar, en ég mun láta verða af þessu.

Klútar eru einnig skemmtilegir, það er hægt að nota klút um hálsinn eða sem hárband.“

Breytist stíll þinn mikið eftir árstíðum, ef svo, hvernig?

„Já, mjög mikið. Á veturna klæðist ég mun dekkri fötum og með yfirhöfn í lit eða trefil. Á  sumrin er ég mun duglegri að klæða mig upp dagsdaglega, t.d. í gallabuxur og jakka.“

Agnes er mikil jakkakona.
Agnes er mikil jakkakona. Ljósmynd/Aðsend

Hvaðan sækir þú innblástur þegar þú setur saman dress?

„Frá fólkinu í kringum mig og þá sérstaklega mömmu. Við erum kannski ekki oft sammála um hvað er flott og hvað ekki, en hún er algjör gella og hefur alltaf verið. Ég lít mjög upp til mömmu og fæ ríkan innblástur frá henni þegar ég sé ljósmyndir af henni þegar hún var á mínum aldri. Svo fæ ég einnig innblástur úr vinnunni og af samfélagsmiðlum.“

Agnes ásamt móður sinni.
Agnes ásamt móður sinni. Ljósmynd/Aðsend

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Alla litina af Ganni flats skónum.“

Hvaða þekkti einstaklingur klikkar seint á rauða dreglinum, af hverju?

„Leik- og söngkonan Zendaya klikkar aldrei. Hún fer alltaf hæfilega mikið út fyrir boxið, er ávallt glæsileg, fáguð og töff á sama tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál