Dýrt rakakrem ekkert betra en ódýrt

„Rakakrem er bara rakakrem. Það er hægt að kaupa rakakrem sem kostar ekkert nánast og svo einhver svona rándýr merki en það eru nánast sömu innihaldsefni í þeim,“ segir Ragna Hlín Þorleifsdóttir sem ræddi ásamt Katrínu Mjöll Halldórsdóttur, barnasálfræðingi, um áhrif aukins húð- og snyrtivöruáhuga á líkamlega og andlega heilsu í Dagmálum.

Ragna Hlín starfar sem húðlæknir á Húðlæknastöðinni á Smáratorgi og segir hún fulla ástæðu til að fagna aukinni vitundarvakningu almennings á húðumhirðu. Enda feli það margt jákvætt í sér fyrir almennt heilbrigði fólks. 

„Svo kemur kannski fólk til mín með poka fullan af vörum og spyr hvort þetta séu góðar vörur og eitthvað svona. En merkið kannski skiptir ekkert endilega máli,“ lýsir hún en daglega segist Ragna Hlín fá spurningar frá skjólstæðingum sínum um hentugar húðvörur og þykir henni jákvætt að fólk falist eftir ráðleggingum fagfólks og noti viðeigandi húðvörur gæddar réttum innihaldsefnum.

Verð og vörumerki skipta ekki máli

„Það er gott að vita að það eru ákveðin innihaldsefni sem geta hjálpað þér. Það fer náttúrulega eftir því hvernig húðtýpu þú ert með, hvort þú sért með eitthvað vandamál eða ekki vandamál, þannig þú leitar kannski eftir einhverju sem getur hjálpað þér,“ segir hún og þylur upp:

„Retinól ef þú ert að hugsa um einhverjar hrukkur eða til að byggja upp kollagen í húðinni, eða sýrur ef þig vantar einhvern smá gljáa, og svo eru það sólarvarnir.“

Að mati húðlækna er aldrei of oft kveðið á um mikilvægi sólarvarnar. Þar að auki segir Ragna Hlín að sólarvörnin sé besta fyrirbyggjandi lausnin við ótímabærri öldrun og skaðsemi á húð. 

„Hvort þú kaupir eitthvað sem kostar 15.000 eða eitthvað sem kostar 5.000 það skiptir ekki máli bara ef þú veist að þarna eru innihaldsefnin og henta þér.“

Smelltu hér til að horfa á allt viðtalið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál