10 hlutir sem þú munt elska um páskana

Óskalisti vikunnar er í páskalegum búningi!
Óskalisti vikunnar er í páskalegum búningi! Samsett mynd

Nú styttist óðum í páskana og eflaust margir orðnir ansi spenntir fyrir því að komast í smá frí til að hlaða batteríin, hvort sem hleðslan á sér stað uppi í sófa með páskaegg í annarri og fjarstýringuna í hinni, eða í snævi þakinni skíðabrekkunni.

Óskalista vikunnar prýða því tíu fallegar vörur sem gera páskana enn betri – allt frá hinni fullkomnu skál undir páskaeggið yfir í áhugaverða blómaskreytingavöru frá Japan!

Notalegheit!

Um páskana eiga þægindi og notalegheit að vera í fyrsta sæti. Þess vegna eru þessar flottu buxur fullkomnar, en þær eru í þægilegu náttbuxna-sniði en geta þó auðveldlega verið notaðar yfir daginn og lítið mál að dressa þær upp!

Buxur fást hjá Zara og kosta 5.995 kr.
Buxur fást hjá Zara og kosta 5.995 kr. Ljósmynd/Zara.com

Fagurt fyrir páskakræsingarnar!

Páskarnir eru draumur fyrir matgæðinga, enda fylgir þeim yfirleitt nóg af góðum mat og kræsingum. Þú ert enga stund að setja borðstofuborðið í páskabúning með þessum fallega kökudisk frá danska merkinu Rice.

Keramík kökustandur frá danska merkinu Rice fæst hjá Purkhús og …
Keramík kökustandur frá danska merkinu Rice fæst hjá Purkhús og kostar 12.990 kr. Ljósmynd/Purkhus.is

Þægindi og fegurð!

Þó notalegheitin séu í fyrsta sæti yfir páskana þarf alls ekki að fórna lúkkinu. Þessi fallega peysa frá Axel Arigato er til dæmis bæði ofurþægileg og guðdómlega falleg!

Hneppt peysa frá Axel Arigato fæst hjá Andrá Reykjavík og …
Hneppt peysa frá Axel Arigato fæst hjá Andrá Reykjavík og kostar 59.900 kr. Ljósmynd/Andrareykjavik.com

Draumaskál undir páskaeggið!

Það getur verið snúið að finna góða skál undir páskaeggið, en hún þarf að vera hæfilega stór og djúp, en fagurfræðin á bak við skálina skiptir ekki síður máli. Það kæmi ekki á óvart ef páskaeggið bragðast enn betur upp úr þessum fallegu skálum eftir Hildi Árnadóttur, en þær eru handgerðar úr keramiki og einstaklega formfagrar.

Handgerðar keramikskálar frá h.loft eftir Hildi Árnadóttur fást á Instagram-síðunni …
Handgerðar keramikskálar frá h.loft eftir Hildi Árnadóttur fást á Instagram-síðunni @h.loft. Skjáskot/Instagram

Fyrir löngu helgarnar!

Það er ferðahugur í mörgum yfir páskana, en hvort sem þú ætlar upp í sumarbústað eða til útlanda þá mun þessi stílhreina taska koma sér vel! Þú kemur öllu fyrir í töskunni sem þú gætir þurft yfir langa helgi, en þar að auki er taskan minimalísk og stílhrein.

Taska frá Kintobe fæst hjá Verma og kostar 32.100 kr.
Taska frá Kintobe fæst hjá Verma og kostar 32.100 kr. Ljósmynd/Verma.is

Gleðisprengja á baðherbergið!

Njóttu þess að fara í langt og notalegt páskabað áður en þú vefur þessu fagurgula handklæði frá FRAMA utanum þig. Þegar þú ert búin að nota það er tilvalið að hengja það til þerris inni á baðherbergi og í leiðinni fríska upp á rýmið með smá páskalitagleði!

Handklæði frá FRAMA fæst hjá Mikado og kostar 7.990 kr.
Handklæði frá FRAMA fæst hjá Mikado og kostar 7.990 kr. Ljósmynd/Mikado.store

Fyrir páskablómin!

Taktu páskavöndinn upp á næsta „level“ með japanskri blómaskreytingalist! Svokallað Kenza samanstendur af hvössum pinnum sem fastir eru í blýplötu, en blómum og greinum er stundið í kenzaninn til að búa til fallegar skreytingar sem gleðja augað.

Kenzan fæst hjá Mikado og kostar 6.490 kr.
Kenzan fæst hjá Mikado og kostar 6.490 kr. Ljósmynd/Mikado.store

Töffaralúkkið!

Þessi flotti bolur frá Sporty and rich er fullkominn fyrir þá sem vilja vera töff um páskana! Paraðu hann við víðar gallabuxur og flotta tösku fyrir einfalt en töffaralegt lúkk.

Bolur frá Sporty and Rich fæst hjá Húrra Reykjavík og …
Bolur frá Sporty and Rich fæst hjá Húrra Reykjavík og kostar 11.990 kr. Ljósmynd/Hurrareykjavik.is

Paradís fyrir bragðlaukana!

Þessi fallegi kassi frá Lakrids by Bülow mun slá í gegn hjá öllum sælkerum, en hann inniheldur nokkrar mismunandi bragðtegundir sem taka bragðlaukana í ævintýraferð!

Sælkerakassi frá Lakrids by Bülow fæst hjá Epal og kostar …
Sælkerakassi frá Lakrids by Bülow fæst hjá Epal og kostar 4.950 kr. Ljósmynd/Epal.is

Súper hyljari!

Hyljari úr Super BB-línu Erborian er góð viðbót í snyrtibudduna fyrir páskana, en hyljarinn gefur mikla þekju en virkar líka sem húðvara. 

Super BB Concealer frá Erborian fæst hjá Hagkaup og kostar …
Super BB Concealer frá Erborian fæst hjá Hagkaup og kostar 5.399 kr. Ljósmynd/Hagkaup
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál