Ólafur: Aðalmálið að komast áfram

Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari og leikmaður Grindavíkur, sagði að einbeitingarleysi sinna manna hefði gert auðveldan leik að erfiðum þegar lið hans vann HK 2:1 í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar á Grindavíkurvelli í kvöld.

Grindvíkingar voru manni færri allan seinni hálfleikinn en náðu að halda fengnum hlut.

Ólafur sagði að mestu málið hefði skipt að innbyrja sigurinn og komast áfram. Sér væri sama hverjir næstu mótherjar yrðu en best væri að sjálfsögðu að fá heimaleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert