Stórsigur Breiðabliks á KR

Kristinn Jónsson kom Blikum yfir með stórglæsilegu marki.
Kristinn Jónsson kom Blikum yfir með stórglæsilegu marki. mbl.is/Ómar

Breiðablik skellti KR í Vesturbænum í dag, 4:0, í 19. og fjórðu síðustu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Þar með eru vonir KR um að verja Íslandsmeistaratitilinn úr sögunni.

KR var nálægt því að komast yfir í leiknum en Ingvar Kale varði vítaspyrnu frá Gary Martin og Emil Atlason átti þrumuskot í stöng. Kristinn Jónsson kom Blikum hins vegar yfir á 34. mínútu með stórglæsilegu marki beint úr aukaspyrnu og eftir það var sem allur vindur væri úr heimamönnum.

Daninn Nichlas Rohde kom Blikum í 2:0 20 mínútum fyrir leikslok eftir undirbúning varamannsins Elfars Árna Aðalsteinssonar sem skoraði svo þriðja markið skömmu síðar eftir sendingu Ben Everson. Tómas Óli Garðarsson bætti við fjórða markinu og það var stórglæsilegt skot upp í hægra markhornið.

Blikar eru því í bullandi baráttu um Evrópudeildarsæti en þeir eru nú með 29 stig, tveimur stigum á eftir KR.

Fylgst var með gangi mála í leiknum hér á mbl.is.

Lið KR: (4-3-3) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Magnús Már Lúðvíksson, Grétar S. Sigurðarson, Bjarni Guðjónsson, Aron Bjarki Jósepsson. Miðja: Jónas Guðni Sævarsson, Baldur Sigurðsson, Björn Jónsson. Sókn: Emil Atlason, Gary Martin, Þorsteinn Már Ragnarsson.

Varamenn: Fjalar Þorgeirsson, Jovan Kujundzic, Óli Pétur Friðþjófsson, Aron Gauti Kristjánsson, Magnús Otti Benediktsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Atli Sigurjónsson.

Lið Breiðabliks: (3-5-2) Mark: Ingvar Þór Kale. Vörn: Þórður Steinar Hreiðarsson, Renee Troost, Sverrir Ingi Ingason. Miðja: Arnar Már Björgvinsson, Andri Rafn Yeoman, Tómas Óli Garðarsson, Rafn Andri Haraldsson, Kristinn Jónsson. Sókn: Ben Everson, Nichlas Rohde.

Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Sindri Snær Magnússon, Elfar Árni Aðalsteinsson, Haukur Baldvinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Adam Örn Arnarson, Stefán Þór Pálsson.

KR 0:4 Breiðablik opna loka
90. mín. Nichlas Rohde (Breiðablik) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert