Blikar úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Breiðablik mætti Aktobe frá Kasakstan í síðari viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Breiðablik vann 1:0 og þar með var staðan jöfn 1:1 í rimmu liðanna. Ekkert var skorað í framlengingunni en Aktobe hafði betur 2:1 í vítaspyrnukeppni. Flautað var til leiks á Laugardalsvellinum klukkan 20 og var fylgst með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Fyrirliðinn Finnur Orri Margeirsson skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu en hann hefur aldrei skorað fyrir félagið í efstu deild Íslandsmótsins. Nichlas Rohde var hins vegar sá eini sem skoraði fyrir Blika í vítaspyrnukeppninni en þeir Sverrir Ingi Ingason, Guðjón Pétur Lýðsson, Kristinn Jónsson og Rene Troost létu Andrey Sidelnikov verja frá sér.

Lið Breiðabliks: (5-3-2) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson.  Vörn: Tómas Óli Garðarsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Sverrir Ingason, Renee Troost, Kristinn Jónsson. Miðja: Guðjón Pétur Lýðsson, Finnur Orri Margeirsson, Andri Rafn Yeoman. Sókn: Elfar Árni Aðalsteinsson, Ellert Hreinsson.
Varamenn: Arnór Bjarki Hafsteinsson (m), Gísli Páll Helgason, Olgeir Sigurgeirsson, Elfar Freyr Helgason, Nichlas Rohde, Árni Vilhjálmsson, Elvar Páll Sigurðsson.

Lið Aktobe: (4-4-2) Mark: Andrei Sidelnikov. Vörn: Robert Arzumanyan, Robert Primus, Alexei Muldarov, Petr Badlo. Miðja: Andrei Kharabara, Emil Kenzhisariev, Sergei Kovalchuk, Marat Khairullin. Sókn: Sergei Lisenkov, Timur Kapadze.
Varamenn: Zhassur Narzikulov (m), Stanislav Pavlov (m), Sanat Shalekenov, Juri Logvinenko, Aldan Baltaev, Alexander Geynrikh, Abat Aimbetov.

Breiðablik 2:2 Aktobe opna loka
120. mín. Leik lokið Þessum maraþonleik er þá endanlega lokið. Aktobe kemst áfram eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni en Blikar eru úr leik.
mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla