Kjartan með tvennu í sigri á Blikum

Frá fyrri leik Breiðabliks og Fylkis sem Blikar unnu 1:0.
Frá fyrri leik Breiðabliks og Fylkis sem Blikar unnu 1:0. mbl.is/Rósa Braga

Fylkismenn fögnuðu afar góðum sigri á Breiðabliki í Kópavogi í kvöld, 4:1, í 18. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Kjartan Ágúst Breiðdal skoraði tvö mörk fyrir Fylki á fyrstu átta mínútum leiksins.

Upphafsmínúturnar í Kópavogi voru bráðfjörugar. Kjartan skoraði strax eftir 40 sekúndur með viðstöðulausu skoti eftir stutta sendingu Viðars Arnar Kjartanssonar, en Viðar kom að þremur mörkum Fylkis í leiknum.

Nichlas Rohde jafnaði metin með næsta skoti leiksins, eftir langa og góða sendingu frá Sverri Inga Ingasyni. Á 8. mínútu bætti Kjartan svo við sínu öðru marki þegar hann fylgdi á eftir skoti Viðars.

Eftir hálftíma leik komst Fylkir í 3:1 þegar miðvörðurinn Agnar Bragi Magnússon skoraði með hörkuskalla eftir hornspyrnu Finns Ólafssonar.

Blikar reyndu að minnka muninn í seinni hálfleiknum en gekk illa að skapa sér almennileg færi til þess. Viðar Örn gerði svo endanlega út um leikinn þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, með góðu skoti utan teigs.

Fylkir er nú með 20 stig eftir 18 leiki og langt kominn með að halda sæti sínu í deildinni. Blikar eru með 32 stig í 4. sætinu og urðu af mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópudeildarsæti.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. Viðtöl koma inn síðar í kvöld og fjallað verður um leikinn líkt og aðra leiki kvöldsins í Morgunblaðinu í fyrramálið.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Þórður Steinar Hreiðarsson, Sverrir Ingi Ingason, Renee Troost, Kristinn Jónsson. Miðja: Finnur Orri Margeirsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Andri Rafn Yeoman. Sókn: Nichlas Rohde, Árni Vilhjálmsson, Ellert Hreinsson.
Varamenn: Arnór Bjarki Hafsteinsson, Elfar Freyr Helgason, Olgeir Sigurgeirsson, Viggó Kristjánsson, Jökull I. Elísabetarson, Arnar Már Björgvinsson, Tómas Óli Garðarsson.  

Fylkir: (4-3-3) Mark: Bjarni Þ. Halldórsson. Vörn: Ásgeir Örn Arnþórsson, Kristján Hauksson, Agnar Bragi Magnússon, Tómas Þorsteinsson. Miðja: Pablo Punyed, Emil Berger, Finnur Ólafsson. Sókn: Guy Eschmann, Viðar Örn Kjartansson, Kjartan Ágúst Breiðdal.
Varamenn: Kristján Finnbogason, Árni Freyr Guðnason, Davíð Einarsson, Hákon Ingi Jónsson, Sverrir Garðarsson, Elís Rafn Björnsson, Egill Trausti Ómarsson. 

Breiðablik 1:4 Fylkir opna loka
90. mín. Finnur Ólafsson (Fylkir) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert