Gunnleifur: Ég er Bliki

„Ég er Bliki, ekkert annað og er stoltur af því að leiða Breiðabliksliðið út,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks eftir 1:1 jafnteflið við Val. Gunnleifur, sem uppalinn er hjá erkifjendunum í HK, var fyrirliði Breiðabliks í leiknum og er það í fyrsta sinn sem uppalinn HK-ingur gerir það.

Jafnteflið þýðir að vonir Breiðabliks um að ná Evrópusæti eru ansi langsóttar. „Það eru gríðarleg vonbrigði að vinna ekki leikinn. Að mínu mati getum við miklu betur og þegar við sýnum það ekki þá er hausinn ekki í lagi. Þetta er ekki í okkar höndum en við höldum áfram þangað til þetta er ómögulegt og engin stig eftir í pottinum,“ sagði Gunnleifur en nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert