Fjörugt jafntefli á Kópavogsvelli

Ismar Tandir framherji Breiðabliks í baráttu við Jónas Guðna Sævarsson …
Ismar Tandir framherji Breiðabliks í baráttu við Jónas Guðna Sævarsson og Rasmus Christiansen Ljósmynd/Fótbolti.net

Breiðablik og KR gerðu 2:2 jafntefli í fjörugum leik á Kópavogsvellinum í kvöld. KR-ingar innbyrtu þar með sitt fyrsta stig en Blikarnir hafa gert jafntefli í báðum sínum leikjum.

Blikarnir náðu forystunni á 10. Mínútu þegar Höskuldur Gunnlaugsson, minnsti maðurinn á vellinum, skallaði netið eftir vel tekna aukaspyrnu frá hinum afar sparkvissa Guðjóni Pétri Lýðssyni.

Nokkrum sekúndum áður en Valgeir Valgeirsson flautaði til leiksloka jafnaði Óskar Örn Hauksson metin fyrir KR-inga þegar hann fékk boltann á silfurfati frá fyrirliðanum Arnóri Sveini Aðalsteinssyni.

KR-ingar komust svo í 2:1 á 70. mínútu þegar Daninn skoraði eftir góða sendingu frá Gonzalo Balbi. Blikar tóku miðju og andartaki síðar lá boltinn í netinu þegar Guðjón Pétur Lýðsson skoraði með skoti af löngu færi sem Stefán Logi Magnússon hefði hugsanlega átt að verja.

 Fylgst var með gangi mála á mbl.is.Viðtöl koma inn síðar í kvöld og fjallað verður um leik­inn í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í fyrra­málið.

Til að fylgjast á einum stað með öllu sem  gerist, smellið á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI. 

Breiðablik 2:2 KR opna loka
90. mín. Damir Muminovic (Breiðablik) á skot framhjá Arfaslakt skot.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert