Fjölnir lagði Breiðablik

Fjölnismenn lögðu Breiðablik að velli, 1:0, í annarri umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Extra-vellinum í Grafarvogi í kvöld.

Miðvörðurinn Hans Viktor Guðmundsson skoraði sigurmarkið á 61. mínútu og Fjölnir er með 4 stig eftir tvo leiki en Blikar sitja eftir við botninn án stiga.

Blikar byrjuðu leikinn betur en Fjölnir náði smám saman yfirhöndinni á vellinum og sótti á köflum stíft að marki Kópavogsliðsins.

Besta færi fyrri hálfleiks kom á 26. mínútu þegar króatíski miðvörðurinn Ivica Dzolan átti skalla í þverslá Blikamarksins eftir fyrirgjöf Birnis Snæs Ingasonar.

Fjölnir átti allar þær marktilraunir sem sáust í fyrri hálfleiknum en Blikar náðu ekki einu einasta skoti að marki Grafarvogsliðsins fyrstu 45 mínúturnar.

Leikurinn var mun líflegri eftir hlé og eftir betri byrjun Blika náðu Fjölnismenn forystunni á 61. mínútu. Igor Jugovic þrumaði að marki af 20 færi eftir að Blikar skölluðu boltann frá marki sínu, og hann fór í miðvörðinn Hans Viktor Guðmundsson í vítateignum og þaðan í netið, 1:0.

Liðin sóttu til skiptis en Fjölnir fékk hættulegri færi og var nær því að bæta við en Blikar að jafna metin.

Fjölnir 1:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Martin Lund (Breiðablik) á skot sem er varið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert