Tokic: Króatar teknískari og skipulagðari

„Ég held að Króatía sé með skipulagðara og teknískara lið og muni vinna leikinn,“ segir sóknarmaðurinn Hrvoje Tokic sem leikur með Breiðabliki í Pepsi-deild karla um leikinn mikilvæga á Laugardalsvelli í kvöld þar sem Ísland tekur í móti Króatíu í fjórða leik liðanna á nokkrum árum. 

mbl.is spjallaði við Tokic í vikunni en hann lék á sínum tíma með unglingalandsliðum Króatíu með nokkrum af leikmönnum Króatíu sem verða í eldlínunni í Laugardalnum í kvöld. Þrátt fyrir að vera sannfærður um sigur segir hann að mikil virðing sé borin fyrir íslenska liðinu í Króatíu og að fólk viti að liðið þurfi að eiga góðan leik á móti því íslenska til að sigra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert