Stjörnukona festist í Ungverjalandi

Stjarnan spilar í Meistaradeild Evrópu á næstu dögum.
Stjarnan spilar í Meistaradeild Evrópu á næstu dögum. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Leikmenn kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu héldu til Króatíu í gær þar sem liðið mun leika í undan­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu. Stjarnan hefur leik gegn Klaksvík frá Færeyjum á morgun áður en leikir gegn Istatov frá Makedóníu og Osijek frá Króatíu taka við. 

Ferðin gekk hins vegar ekki áfallalaust fyrir sig. Liðið staldraði við í Ungverjalandi á leið sinni til Króatíu og fékk Imen Troudi, sem er túniskur ríkisborgari, ekki inngöngu inn í landið. Hún situr því föst í Ungverjalandi. 

Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í dag, en hann er með Troudi á Ungverjalandi. Hann segir málið vera í vinnslu og á hann von á því að Troudi fái inngöngu í landið fyrr frekar en síðar. 

„Ég er í sambandi við ræðismann Króatíu hinum megin við landmærin. Hans mat og okkar á því hvað væri fullnægjandi pappírar komu ekki saman. Það er verið að vinna í því að ganga frá pappírum sem allir eru sáttir við og svo kemur hún yfir. Hún ætti að fá vegabréfsáritun á morgun,“ sagði Einar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert