Þetta er ótrúlegt afrek (myndskeið)

Jóhann Berg fagnar marki sínu gegn Kosóvó í fyrrakvöld ásamt …
Jóhann Berg fagnar marki sínu gegn Kosóvó í fyrrakvöld ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og Birki Bjarnasyni. AFP

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Burnley, segir afrek íslenska landsliðsins að vera fámennasta þjóðin til að komast á HM sé ótrúlegt.

Jóhann Berg er í viðtali á vef Sky Sports en hann lagði svo sannarlega sitt af mörkum að tryggja Íslendingum farseðilinn á HM með því að skora í tveimur síðustu leikjum Íslands í undankeppninni gegn Tyrkjum og Kosóvum.

„Það var sérstök stund að ná að tryggja HM sætið á heimavelli og það er gaman fyrir okkur að komast í sögubækurnar. Þetta var erfiður riðilinn sem við vorum í. Þetta var eini riðillinn sem var með fjórum liðum sem tóku þátt í úrslitakeppni EM og við gerðum því mjög vel með því að vinna riðilinn,“ segir Jóhann Berg en allt viðtalið við hann má sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Sjá viðtalið við Jóhann Berg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert