Gísli reynir fyrir sér í Noregi

Gísli Eyjólfsson fagnar marki í sumar.
Gísli Eyjólfsson fagnar marki í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í knattspyrnu, er á reynslu hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Haugesund þessa dagana.

Þetta kemur fram á Vísi, en Gísli var í stóru hlutverki hjá Blikum síðasta sumar og skoraði sex mörk í Pepsi-deildinni. Haugesund hafnaði í 10. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Gísli gæti því orðið enn einn Blikinn sem heldur í atvinnumennsku, en félagið hefur alið af sér marga atvinnumenn og konur. Til að mynda hafa fimm leikmenn kvennaliðs Breiðabliks samið við erlend lið frá í haust.

„Við viljum samt ekki missa alla leikmenn en viljum gefa mönnum tækifæri til að sjá hvernig þetta er annars staðar. Svo kemur bara í ljóst hvort að það verður eitthvað úr því,“ sagði Eysteinn Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, við Vísi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert