Rúnar fær UEFA-Pro í gegnum Svía

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Ljósmynd/Dave Lee

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, fær að taka UEFA-Pro-þjálfaragráðuna í gegnum sænska knattspyrnusambandið.

Sænski netmiðillinn Fotbollskanalen skýrði frá þessu í gærkvöld og haft var eftir Roger Sandberg, yfirmanni þjálfaramenntunar í Svíþjóð, að þetta væri tilkomið samkvæmt beiðni KSÍ.

Íslenskir þjálfarar hafa tekið UEFA-Pro-gráðuna, þá hæstu í Evrópu, í gegnum m.a. England, Danmörku og Þýskaland en Rúnar fer fyrstur á vegum KSÍ til Svíþjóðar. Magni Fannberg tók þó gráðuna þar en komst inn þar sem hann þjálfaði þá sænskt félag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert