Rúnar fær UEFA-Pro í gegnum Svía

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Ljósmynd/Dave Lee

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, fær að taka UEFA-Pro-þjálfaragráðuna í gegnum sænska knattspyrnusambandið.

Sænski netmiðillinn Fotbollskanalen skýrði frá þessu í gærkvöld og haft var eftir Roger Sandberg, yfirmanni þjálfaramenntunar í Svíþjóð, að þetta væri tilkomið samkvæmt beiðni KSÍ.

Íslenskir þjálfarar hafa tekið UEFA-Pro-gráðuna, þá hæstu í Evrópu, í gegnum m.a. England, Danmörku og Þýskaland en Rúnar fer fyrstur á vegum KSÍ til Svíþjóðar. Magni Fannberg tók þó gráðuna þar en komst inn þar sem hann þjálfaði þá sænskt félag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »