Yussuff genginn í raðir Ólafsvíkinga

Rashid Yussuff í leik með ÍA gegn Víkingi Ólafsvík á …
Rashid Yussuff í leik með ÍA gegn Víkingi Ólafsvík á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Alfons Finnsson

Enski knattspyrnumaðurinn Rashid Yussuff er genginn í raðir Víkings frá Ólafsvík og er kominn með leikheimild með félaginu.

Yussuff, sem er 28 ára gamall varnarmaður, lék 17 leiki með ÍA í Pepsi-deildinni í fyrra en Skagamenn féllu úr deildinni líkt og Víkingur Ólafsvík.

Yussu­ff er upp­al­inn á Englandi og spilaði hann yfir 100 leiki með AFC Wimbledon í neðri deildunum á Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert