Spennandi verkefni í haust

Harpa Þorsteinsdóttir er gríðarlega spennt fyrir leikjunum gegn Þýskalandi og ...
Harpa Þorsteinsdóttir er gríðarlega spennt fyrir leikjunum gegn Þýskalandi og Tékklandi. Kristinn Magnússon

Harpa Þorsteinsdóttir var sammála blaðamanni Mbl.is að 2-0 sigur íslenska landsliðsins á Slóveníu hefði verið erfið fæðing: „Þær spiluðu bara rosalega vel. Þær hafa tekið miklum framförum á stuttum tíma og mér fannst þær loka mikið á okkar aðgerðir. Staðan var 0-0 í hálfleik og íslenska liðinu gekk illa að skapa færi. Harpa var þó ekki á því að það hefði verið komin örvænting í hópinn: „Við fórum bara yfir í hálfleik hvað við þurftum að gera betur í ljósi þess að þær voru að loka svona vel á miðjusvæðið og að við þyrftum að nýta kantana betur. Freyr var alveg ákveðin hvað við þurftum að gera betur.“

Harpa var heilt yfir ánægð með það hvernig þær leystu farveru Söru og Dagnýjar. „Mér fannst við geta verið beittari í sóknarleiknum. En við vorum að halda vel í boltann og gera margt ágætlega. Þær voru bara að spila mjög vel á móti okkur og þetta var bara hörkuleikur. Harpa sagðist að lokum vera mjög spennt fyrir leikjunum í haust á móti Þýskalandi og Tékklandi: „Þetta verður gríðarlega spennandi verkefni í haust og það verður geggjað að sjá Laugardalsvöll fullann og skapa þjóðhátíðarstemmingu og fá alla til að hjálpa okkur að komast áfram í september.“

mbl.is