Rasmus tvífótbrotinn

Rasmus Christiansen er tvífórbrotinn og missir af restinni af tímabilinu …
Rasmus Christiansen er tvífórbrotinn og missir af restinni af tímabilinu með Valsmönnum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Rasmus Christiansen, varnarmaður Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu er tvífótbrotinn en það er Vísir.is sem greinir frá þessu í dag. Rasmus meiddist illa í leik ÍBV og Vals í níundu umferð Pepsi-deildarinnar í gær og var borinn af velli í fyrri hálfleik.

Rasmus lenti í samstuði við Sigurð Grétar Benónýsson en á viðbrögðum leikmanna á vellinum að dæma var strax ljóst að um alvarleg meiðsli var að ræða. Hann gekkst undir aðgerð í morgun en ekki er ennþá ljóst hversu lengi leikmaðurinn verður frá.

Rasmus hefur spilað alla leiki Vals á þessari leiktíð nema einn en hann hefur spilað yfir 100 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað þrjú mörk. Hann hefur spila með ÍBV, KR og Val hér á landi við góðan orðstír, undanfarin ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert