Helena áfram í Kaplakrika

Helena Ósk Hálfdánardóttir í leik með FH á móti Val.
Helena Ósk Hálfdánardóttir í leik með FH á móti Val. mbl.is/Hari

Helena Ósk Hálfdánardóttir hefur skrifað undir nýjan samning við FH og leikur því með liðinu í næstefstu deild Íslandsmótsins næsta sumar. 

Frá þessu er greint á Fótbolti.net og þar kemur fram að um tveggja ára samning sé að ræða. 

Helena er 17 ára gömul og hefur skorað 4 mörk fyrir FH í efstu deild í 38 leikjum en FH féll úr deildinni síðasta sumar. 

Helena á að baki fjórtán leiki með yngri landsliðum Íslands. 

mbl.is