Fjórar reyndar ekki með í Suður-Kóreu

Sif Atladóttir verður ekki með gegn Suður-Kóreu.
Sif Atladóttir verður ekki með gegn Suður-Kóreu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í dag hvaða leikmenn leika fyrir Íslands hönd í Suður-Kóreu í apríl. Liðið leikur  tvo vináttulandsleiki í Suður-Kóreu 6. og 9. apríl gegn liði sem er í 14. sæti á heimslistanum og er að undirbúa sig fyrir lokakeppni HM í sumar. 

Fjórir af reyndustu leikmönnum landsliðsins fara ekki með, þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Dagný Brynjarsdóttir en þær léku allar í Algarve-bikarnum, sem og Agla  María Albertsdóttir sem kemst ekki með vegna prófa.

Sara fær frí vegna leikjaálags, Sif glímir við ökklameiðsli og Dagný fær að einbeita sér að undirbúningstímabilinu í Bandaríkjunum.

Fanndís Friðriksdóttir kemur inn í hópinn á ný og einnig þær Anna Rakel Pétursdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Sandra María Jessen og Lára Kristín Pedersen. 

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er sú eina í hópnum sem hefur ekki spilað landsleik en þær Lára Kristín Pedersen og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir eiga einn leik að baki hvor.

Suður-Kórea tapaði einungis tveimur leikjum af þrettán á síðasta ári en þjóðirnar hafa aldrei áður mæst í landsleik.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Sandra Sigurðardóttir, Val
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA

Varnarmenn:
Hallbera Guðný Gísladóttir, Val
Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård
Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV Eindhoven
Elísa Viðarsdóttir, Val
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården
Guðrún Arnardóttir, Djurgården
Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki

Miðjumenn:
Rakel Hönnudóttir, Reading
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals
Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki
Anna Rakel Pétursdóttir, Linköping
Lára Kristín Pedersen, Þór/KA
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Kristianstad

Sóknarmenn:
Fanndís Friðriksdóttir, Val
Elín Metta Jensen, Val
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV Eindhoven
Sandra María Jessen, Leverkusen
Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert