Útisigur ÍBV í Keflavík

Cloé Lacasse kom ÍBV yfir í kvöld.
Cloé Lacasse kom ÍBV yfir í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Keflavík og ÍBV mættust í annarri umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Nettóvellinum í Reykjanesbæ í kvöld og hafði ÍBV betur 2:0.  

Það var napurt í Keflavíkinni þegar leikmenn hófu leik á slaginu kl 18:00. Strax á 3. mínútu komst Sveindís Jane Jónsdóttir í fínt færi fyrir Keflavík en fór illa með það. Í kjölfarið hófst þóf milli liðanna þótt vissulega hafi nokkur hálffæri litið dagsins ljós milli beggja liða. Með skömmu millibili á um 25. mínútu áttu bæði lið dauðafæri en ekki vildi boltinn inn. 

Í hálfleik var staðan 0:0 en ef eitthvað þá áttu ÍBV betri færi í fyrri hálfleik. Það var svo á 55. mínútu seinni hálfleiks að Cloé Lacasse skoraði fyrir ÍBV eftir laglegan einleik. Ekki dró svo aftur til tíðinda fyrr en á 84. mínútu þegar Clara Sigurðardóttir bætti við fyrir ÍBV og gerði þar með vonir Keflavíkur að engu um að ná sínum fyrstu stigum í deildinni.

Þar við sat og ÍBV hrósaði sigrinum mikilvæga og fékk sín fyrstu stig.

Keflavík 0:2 ÍBV opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert