Glenn bjargaði stigi gegn Víkingum

Sölvi Geir Ottesen í baráttunni við Jonathan Glenn á Hásteinsvelli …
Sölvi Geir Ottesen í baráttunni við Jonathan Glenn á Hásteinsvelli í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Jonathan Glenn bjargaði stigi fyrir Eyjamenn þegar liðið fékk Víking Reykjavík í heimsókn í 5. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, í Vestmannaeyjum í dag. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Glenn skoraði jöfnunarmark ÍBV í uppbótartíma seinni hálfleiks.

Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill en Eyjamenn byrjuðu betur án þess þó að ná að skapa sér afgerandi marktækifæri. Víkingar unnu sig vel inn í leikinn og voru stekari aðilinn undir lok fyrri hálfleiks. Þeir fengu tvö góð færi til þess að komast yfir en tókst ekki að skora og staðan markalaus í hálfleik.

Jafnfræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en á 70. mínútu fengu Víkingar víti þegar Guðmundur Andri Tryggvason fór niður í teignum eftir viðstkipi sín við Felix Örn Friðriksson. Helgi Mikael Jónasson rak Felix af velli og Rick von Teen skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni.

Það virtist allt stefna í útisigur þegar Breki Ómarsson átti frábæra fyrirgjöf frá hægri í uppbótartíma á Jonathan Glenn sem skallaði boltann í netið og liðin sættust á jafntefli. ÍBV er áfram í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig en Víkingar eru í ellefta sætinu með 3 stig.

ÍBV 1:1 Víkingur R. opna loka
90. mín. 3 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is