Helena hætt á Skaganum

Helena Ólafsdóttir.
Helena Ólafsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Knattspyrnuþjálfarinn Helena Ólafsdóttir er að eigin ósk hætt með lið ÍA sem leikur í 1. deild kvenna, Inkasso-deildinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍA.

Helena hefur þjálfað ÍA síðustu þrjú ár með Anítu Lísu Svansdóttur sér við hlið, en þær óskuðu báðar eftir því í dag að láta af störfum hjá félaginu. ÍA tapaði á heimavelli fyrir Augnabliki í gær og er í sjötta sæti af 10 liðum í deildinni með 11 stig eftir átta leiki, átta stigum frá toppnum.

Helena hef­ur víðtæka reynslu af kvennaknatt­spyrnu. Hún starfaði áður sem þjálf­ari hjá FK Fort­una í Álasund í Nor­egi. Þar áður þjálfaði hún meist­ara­flokk hjá FH, Sel­foss, KR og Val. Helena þjálfaði einnig A-landslið kvenna 2003-2004.

Helena var á sín­um tíma sig­ur­sæll leikmaður og varð marg­fald­ur Íslands­meist­ari með KR á ár­un­um 1993-1999. Hún lék einnig með liði ÍA og varð m.a. bikar­meist­ari með liðinu árið 1992. Helena lék 8 A-lands­leiki fyr­ir Ísland.

„Knattspyrnufélag ÍA óskar Helenu og Anítu velfarnaðar í þeim verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur í framtíðinni og þakkar þeim fyrir afar góð störf hjá félaginu undanfarin ár,“ segir í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert