KA-menn bíða frétta af Aroni

Aron Dagur Birnuson skutlar sér á boltann gegn FH í …
Aron Dagur Birnuson skutlar sér á boltann gegn FH í sumar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aron Dagur Birnuson, markvörður KA í knattspyrnu, var borinn meiddur af velli í 4:0-tapinu fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í gær.

Aron Dagur lenti í samstuði við samherja í fyrsta marki Blika, hann meiddist á læri og var fluttur á sjúkrahús. Hversu alvarleg meiðsli hans eru ætti að skýrast á næstu 3-4 dögum.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við mbl.is í morgun að þó megi strax búast við því að Aron Dagur verði frá í 2-3 vikur, hið minnsta.

Kristijan Jajalo kom í markið fyrir Aron Dag í gær og mun standa vaktina næstu vikur. Næsti leikur KA er gegn Stjörnunni á sunnudag, en Akureyringar hafa unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni og eru í fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert