Fjórir leikir í dag – Barist við topp og botn

Björn Daníel Sverrisson, Helgi Valur Daníelsson mætast í dag.
Björn Daníel Sverrisson, Helgi Valur Daníelsson mætast í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það eru fjórir leikir á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í dag, en um er að ræða fyrstu leikina í 17. umferð deildarinnar.

Botnlið ÍBV hefur tapað níu leikjum í röð og er staða þess í fallbaráttunni orðin ansi svört. Liðið fær KA í heimsókn til Eyja, en KA-menn eru að berjast rétt fyrir ofan fallsvæðið.

Grindavík er hins vegar í fallsæti og fær HK í heimsókn, en Kópavogsliðið fór illa með topplið KR í síðasta leik og getur komist upp í þriðja sætið með sigri.

Svo það gerist þarf FH hins vegar að misstíga sig gegn Fylki. Ef allt fellur með Árbæingum geta þeir hins vegar stokkið úr 8. sætinu og í það þriðja með sigri og hagstæðum úrslitum annars staðar.

Síðasti leikur dagsins er svo í Garðabænum þar sem Stjarnan tekur á móti ÍA, en Stjarnan er með 24 stig í fimmta sæti fyrir leikinn en ÍA í því sjöunda með 22.

Allir leikirnir verða í beinum textalýsingum hér á mbl.is.

16.00 ÍBV – KA
17.00 Grindavík – HK
18.00 FH – Fylkir
19.15 Stjarnan – ÍA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert