Andri Yeoman að flytja til Ítalíu

Andri Rafn Yeoman flytur til Ítalíu.
Andri Rafn Yeoman flytur til Ítalíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andri Rafn Yeoman, miðjumaður hjá Breiðabliki í knattspyrnu, verður væntanlega ekki meira með á leiktíðinni þar sem hann er að flytja til Ítalíu á morgun. Gunnleifur Gunnleifsson, samherji hans hjá Breiðabliki, staðfesti þetta á Twitter í dag. 

Andri flytur til Rómar, þar sem hann sest á skólabekk og lærir verkfræði. Andri er leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi og hefur leikið 19 af 20 leikjum liðsins í Pepsi Max-deildinni í vetur. Hann á að baki 331 leik fyrir félagið. 

Hann hefur allan ferilinn leikið með Breiðabliki, fyrst árið 2009 er hann lék samtals 13 leiki í deild og bikar. Andri er 27 ára og lék með öllum yngri landsliðum Íslands. 

mbl.is