Tufegdzic genginn í raðir Vestra

Vladimir Tufegdzic í leik með Víkingi.
Vladimir Tufegdzic í leik með Víkingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Serbneski sóknarmaðurinn Vladimir Tufegdzic er genginn í raðir Vestra og mun leika með liðinu í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Tufegdzic, sem er 28 ára gamall, lék tólf leiki með Grindvíkingum í Pepsi Max-deildinni í sumar og skoraði í þeim eitt mark. Hann hefur einnig leikið með Víkingi Reykjavík og KA. Tufegdzic hefur spilað samtals 73 leiki í efstu deild hér á landi og hefur skorað í þeim 13 mörk.

Þá greina Vestramenn frá því að Heiðar Birnir Torleifsson hafi verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari og leysir hann Jón Hálfdán Pétursson af hólmi.

Bjarni Jóhannsson er þjálfari Vestra en undir hans stjórn tryggði liðið sér sæti í Inkasso-deildinni í haust.

mbl.is