Tvær breytingar á landsliðshópnum

Erik Hamrén.
Erik Hamrén. mbl.is/Hari

Tvær breytingar hafa verið gerðar íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu fyrir leikina gegn Tyrklandi og Moldóvu í undankeppni EM sem fram fara í næstu viku.

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hafa dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla og hefur Erik Hamrén landsliðsþjálfari valið þá Ingvar Jónsson og Hólmar Örn Eyjólfsson í þeirra stað.

Íslendingar mæta Tyrkjum á fimmtudaginn og Moldóvum á sunnudaginn í næstu viku.

mbl.is