Tveir íslenskir sigrar í Bandaríkjunum

Ísland vann 1:0-sigur á El Salvador í vináttuleik A-landsliða karla í fótbolta í Carson í Kaliforníu í nótt. Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik. 

Ari Leifsson og Óskar Sverrisson voru í byrjunarliði Íslands og léku sína fyrstu A-landsleiki á meðan Bjarni Mark Antonsson og Stefán Teitur Þórðarson voru í fyrsta skipti í byrjunarliði.

Bæði lið fengu ágætisfæri í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir það var markalaust í hálfleik. El Salvador var meira með boltann í upphafi seinni hálfleiks, en það var Ísland sem komst yfir á 64. mínútu. 

Mikael Anderson, sem var nýkominn inn á sem varamaður, vann boltann á miðsvæðinu og kom honum á Kjartan Henry. Framherjinn lék skemmtilega á einn varnarmann og skilaði boltanum af miklu öryggi í fjærhornið. 

Hannes Þór Halldórsson þurfti einu sinni að verja vel eftir það, en annars stóð íslenska vörnin vel og gaf fá færi á sér. 

Niðurstaðan úr keppnisferðinni í Kaliforníu er því tveir sigrar í tveimur leikjum, tvö mörk skoruð og ekkert fengið á sig, en Ísland lagði Kanada með sömu markatölu aðfaranótt föstudags. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

El Salvador 0:1 Ísland opna loka
90. mín. Ísland fær hornspyrnu Íslenska liðið er lítið að flýta sér að taka þetta horn.
mbl.is