Ég er meira en bara gæi sem potar inn mörkum

Viktor Jónsson
Viktor Jónsson Ljósmynd/Skagafréttir

„Ég vaknaði um morguninn og var alltaf með góða tilfinningu fyrir þessum leik. Það var eitthvað í loftinu,“ sagði Viktor Jónsson, sóknarmaður ÍA, í samtali við Morgunblaðið. Viktor átti stórleik í 4:1-útisigri ÍA á Val í Pepsi Max-deildinni í fótbolta á föstudaginn var og skoraði eitt mark og lagði upp þrjú til viðbótar. Fékk Viktor tvö M fyrir frammistöðu sína í leiknum.

„Þetta fór kannski örlítið fram úr vonum en ég vissi að við myndum standa okkur vel í þessum leik. Stemningin í liðinu var búin að vera mjög góð og þetta var frábær leikur hjá okkur. Það small eiginlega allt hjá okkur, við vorum samstíga í öllu og vorum búnir að fara vel yfir það hvernig við ætluðum að spila þennan leik og það gekk fullkomlega upp. Vinnusemin var til fyrirmyndar og við vorum að vinna vel fyrir hver annan. Við náðum að pressa þá hátt á vellinum og það setti þá undir mikla pressu og við komumst á lagið með það sem við ætluðum að gera,“ sagði Viktor.

Besti leikurinn hjá sókninni

Viktor kom til ÍA frá Þrótti Reykjavík fyrir síðasta sumar og skoraði fjögur deildarmörk í átján leikjum á síðustu leiktíð. Hann segir leikinn gegn Val þann skemmtilegasta í Skagatreyjunni til þessa.

„Maður hefur spilað marga góða leiki með ÍA og sérstaklega í upphafi síðasta sumars, þá áttum við mjög marga góða leiki þar sem við vorum að gera það sem við vildum gera. Þetta var hins vegar besti leikurinn hvað sóknina varðar, bæði hjá mér persónulega og allri sóknarlínunni. Þetta er svo skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað fyrir ÍA.“

Viðtalið við Viktor Jónsson og úrvalsliðs umferðarinnar má sjá í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert