Blikar geta ekki mætt Rosenborg í Noregi

Blikar geta ekki farið til Þrándheimar til að mæta Rosenborg.
Blikar geta ekki farið til Þrándheimar til að mæta Rosenborg. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Karlalið Breiðabliks í knattspyrnu getur væntanlega ekki sótt Rosenborg heim í Noregi í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar 27. ágúst en norsk yfirvöld settu í dag Ísland á svokallað rautt svæði sem takmarkar ferðalög milli landanna.

Það þýðir að ferðamenn sem koma til Noregs frá Íslandi þurfi að sæta tíu daga sóttkví við komuna sem augljóslega flækir framkvæmd leiksins þó nokkuð. Samkvæmt reglugerð UEFA er það nú á ábyrgð Rosenborg að útnefna hlutlausan leikvang fyrir leikinn sem bæði lið geta auðveldlega sótt.

Geti félagið ekki gert það, verður Blikum sjálfkrafa úrskurðaður 3:0-sigur og þeir fara áfram í næstu umferð. „Eins og við erum að skilja reglugerðina þá er ábyrgðin hjá Norðmönnum, ef þeir geta ekki tekið á móti okkur þá þurfa þeir að finna leiknum stað á hlutlausum velli. Ef þeir geta það ekki, þá væntanlega tapa þeir leiknum en ég held að það gerist aldrei,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, við Morgunblaðið.

mbl.is