Liðsstyrkur í Árbæinn

Sæunn Björnsdóttir leikur með Fylki á komandi keppnistímabili.
Sæunn Björnsdóttir leikur með Fylki á komandi keppnistímabili. Ljósmynd/Fylkir

Knattspyrnukonan Sæunn Björnsdóttir er gengin til liðs við úrvalsdeildarlið Fylkis á láni frá uppeldisfélagi sínu Haukum í Hafnarfirði.

Þetta staðfestu Árbæingar á samfélagsmiðlum sínum en Sæunn, sem er 19 ára gömul, mun leika með Fylki á komandi keppnistímabili og snúa svo aftur í Hafnarfjörðinn.

Hún á að baki 16 leiki í efstu deild fyrir Hauka en alls hefur hún leikið 98 leiki fyrir félagið og skorað í þeim fimmtán mörk.

Sæunn hefur verið lykilkona í liði Hauka, undanfarin tvö tímabil, og var meðal annars valin í úrvalslið 1. deildarinnar á síðustu leiktíð af bæði fyrirliðum og þjálfurum deildarinnar.

Við bjóðum Sæunni hjartanlega velkomna í Árbæinn,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Árbæinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert