Meistararnir gerðu góða ferð norður

Leikmenn Breiðabliks fagna í dag.
Leikmenn Breiðabliks fagna í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslandsmeistarar Breiðabliks gerðu góða ferð norður á Akureyri þar sem liðið vann 2:0-sigur á Þór/KA í Boganum í Lengjubikar kvenna í fótbolta í dag. 

Agla María Albertsdóttir kom Breiðabliki yfir á 12. mínútu með skalla af stuttu færi og varamaðurinn Bergþóra Sól Ásmundsdóttir skoraði með skoti úr markteig eftir fyrirgjöf frá Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur á 66. mínútu og þar við sat. 

Breiðablik er með fjögur stig eftir jafntefli við Fylki í fyrsta leik. Þór/KA er með þrjú eftir sigur á FH í fyrstu umferð. 

mbl.is